Rússar hökkuðu fyrirtæki sem tengist kæru þingsins gegn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 11:45 Trump var kærður fyrir embættibrot fyrir þrýsting sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Nú beina rússneskir hakkarar spjótum sínum að fyrirtækinu sem Trump vildi láta rannsaka. AP/Susan Walsh Tölvuþrjótar á vegum rússnesku leyniþjónustunnar brutust inn í tölvukerfi úkraínska gasfyrirtækisins Burisma sem hefur verið í miðpunkti kæruferlis Bandaríkjaþings gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna embættisbrota. Hvorki liggur fyrir hvað þrjótarnir komust yfir né eftir hverju þeir sóttust. Burisma hefur verið ofarlega á baugi í bandarískum stjórnmálum undanfarin misseri. Trump og bandamenn hans hafa án sannana sakað Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja forsetans í kosningum síðar á þessu ári, um spillingu í Úkraínu í tengslum við að sonur hans, Hunter Biden, sat í stjórn fyrirtækisins. Trump og fulltrúar hans beittu úkraínsk stjórnvöld þrýstingi til að rannsaka Burisma og Biden auk stoðlausrar samsæriskenningar um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot í desember og sakaði hann um að hafa misbeitt valdi sínu í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. New York Times segir að rússneskir hakkarar á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafi byrjað tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi Burisma snemma í nóvember en þá var fjölmiðlafár í Bandaríkjunum yfir rannsókn þingsins á meintum embættisbrotum Trump. Sérfræðingar eru sagðir telja að tímasetning og umfang tölvuárása Rússa á fyrirtækið bendi til þess að þeir hafi leitað að mögulega vandræðalegum upplýsingum um Biden-feðgana, svipuðum þeim og Trump sóttist eftir frá úkraínskum stjórnvöldum í fyrra. Þegar Joe Biden var varaforseti og rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu tók sonur hans Hunter sæti í stjórn úkraínsks gasfyrirtækis. Trump hefur sakað Biden um misferli án frekari rökstuðnings.AP/John Locher Sömu aðferðir og í innbrotunum 2016 Aðferðir tölvuþrjótanna eru sagðar líkjast þeim sem voru notaðar til að brjótast inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton árið 2016. Rússar dreifðu tölvupóstum úr ránsfengnum meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks og vef nettrölla og svonefndra botta. Í báðum tilfellum notuðu Rússarnir svonefndar vefveiðar (e. Phishing) til að stela notendanöfnum og lykilorðum Burisma. Þeir stofnuðu falsaðar vefsíður sem voru látnar líta út fyrir að tengjast Burisma og sendu svo falstölvupósta á starfsmenn til að fá þá til að skrá notendaupplýsingar sínar inn á vefsíðurnar. Bandaríska tölvuöryggisfyrirtækið Area 1 segir að hakkararnir hafi tekist að blekkja einhverja starfsmenn Burisma til að fá þeim notendaupplýsingar sínar með þessum hætti. New York Times segir að samhliða þessum tilraunum rússnesku leyniþjónustunnar hafi njósnarar hennar reynt að hafa uppi á skaðlegum upplýsingum um Biden-feðgana í Úkraínu. Þeir reynir að komast yfir tölvupósta, fjármálaupplýsinga og lagaleg skjöl, að sögn heimildarmanns blaðsins innan bandarísku ríkisstjórnarinnar. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, meðal annars með tölvuinnbrotinu hjá demókrötum og svonefndri tröllaverksmiðju sem dældi út fölskum áróðri sem var beint að bandarískum kjósendum. Vladímír Pútín, forseti, hafi skipað fyrir um afskiptin sem áttu að hjálpa Trump að ná kjöri. Sjö liðsmenn úkraínsku leyniþjónustunnar voru ákærðir í Bandaríkjunum vegna þess. Varað hefur verið við því að Rússar hyggi á frekari afskipti af forsetakosningunum sem fara fram í nóvember á þessu ári. Forval Demókrataflokksins til að velja forsetaframbjóðanda hefst mánudaginn 3. febrúar og hefur Biden alla jafna mælst með mesta stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum rússnesku leyniþjónustunnar brutust inn í tölvukerfi úkraínska gasfyrirtækisins Burisma sem hefur verið í miðpunkti kæruferlis Bandaríkjaþings gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna embættisbrota. Hvorki liggur fyrir hvað þrjótarnir komust yfir né eftir hverju þeir sóttust. Burisma hefur verið ofarlega á baugi í bandarískum stjórnmálum undanfarin misseri. Trump og bandamenn hans hafa án sannana sakað Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja forsetans í kosningum síðar á þessu ári, um spillingu í Úkraínu í tengslum við að sonur hans, Hunter Biden, sat í stjórn fyrirtækisins. Trump og fulltrúar hans beittu úkraínsk stjórnvöld þrýstingi til að rannsaka Burisma og Biden auk stoðlausrar samsæriskenningar um meint afskipti Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot í desember og sakaði hann um að hafa misbeitt valdi sínu í þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. New York Times segir að rússneskir hakkarar á vegum GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hafi byrjað tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi Burisma snemma í nóvember en þá var fjölmiðlafár í Bandaríkjunum yfir rannsókn þingsins á meintum embættisbrotum Trump. Sérfræðingar eru sagðir telja að tímasetning og umfang tölvuárása Rússa á fyrirtækið bendi til þess að þeir hafi leitað að mögulega vandræðalegum upplýsingum um Biden-feðgana, svipuðum þeim og Trump sóttist eftir frá úkraínskum stjórnvöldum í fyrra. Þegar Joe Biden var varaforseti og rak stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu tók sonur hans Hunter sæti í stjórn úkraínsks gasfyrirtækis. Trump hefur sakað Biden um misferli án frekari rökstuðnings.AP/John Locher Sömu aðferðir og í innbrotunum 2016 Aðferðir tölvuþrjótanna eru sagðar líkjast þeim sem voru notaðar til að brjótast inn í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins og forsetaframboðs Hillary Clinton árið 2016. Rússar dreifðu tölvupóstum úr ránsfengnum meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks og vef nettrölla og svonefndra botta. Í báðum tilfellum notuðu Rússarnir svonefndar vefveiðar (e. Phishing) til að stela notendanöfnum og lykilorðum Burisma. Þeir stofnuðu falsaðar vefsíður sem voru látnar líta út fyrir að tengjast Burisma og sendu svo falstölvupósta á starfsmenn til að fá þá til að skrá notendaupplýsingar sínar inn á vefsíðurnar. Bandaríska tölvuöryggisfyrirtækið Area 1 segir að hakkararnir hafi tekist að blekkja einhverja starfsmenn Burisma til að fá þeim notendaupplýsingar sínar með þessum hætti. New York Times segir að samhliða þessum tilraunum rússnesku leyniþjónustunnar hafi njósnarar hennar reynt að hafa uppi á skaðlegum upplýsingum um Biden-feðgana í Úkraínu. Þeir reynir að komast yfir tölvupósta, fjármálaupplýsinga og lagaleg skjöl, að sögn heimildarmanns blaðsins innan bandarísku ríkisstjórnarinnar. Bandaríska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, meðal annars með tölvuinnbrotinu hjá demókrötum og svonefndri tröllaverksmiðju sem dældi út fölskum áróðri sem var beint að bandarískum kjósendum. Vladímír Pútín, forseti, hafi skipað fyrir um afskiptin sem áttu að hjálpa Trump að ná kjöri. Sjö liðsmenn úkraínsku leyniþjónustunnar voru ákærðir í Bandaríkjunum vegna þess. Varað hefur verið við því að Rússar hyggi á frekari afskipti af forsetakosningunum sem fara fram í nóvember á þessu ári. Forval Demókrataflokksins til að velja forsetaframbjóðanda hefst mánudaginn 3. febrúar og hefur Biden alla jafna mælst með mesta stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01