Enski boltinn

Inter staðfestir kaupin á Young

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Young lék með Manchester United í níu ár.
Young lék með Manchester United í níu ár. vísir/getty

Inter hefur staðfest kaup á Ashley Young frá Manchester United.


Young skrifaði undir samning við Inter til loka tímabilsins en hægt er að framlengja hann um ár.

Young hóf ferilinn með Watford en gekk í raðir Aston Villa 2007. United keypti hann 2011 og hann lék með liðinu í níu ár.

Inter hefur nú fengið þrjá leikmenn frá United síðan Antonio Conte tók við í sumar. Inter keypti Romelu Lukaku og fékk svo Alexis Sánchez á láni.

Young er þriðji Englendingurinn sem leikur með Inter á eftir Gerry Hitchens og Paul Ince.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.