Harry Maguire verður aðalfyrirliði Man Utd eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 10:30 Harry Maguire með fyrirliðabandið. Getty/Simon Stacpoole Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994 Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira