Ingvar: Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2020 15:00 Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30