Íslenski boltinn

Bikar­meistararnir krækja í Ingvar Jóns­son og Atla Barkar­son

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli og Ingvar eftir undirskriftina.
Atli og Ingvar eftir undirskriftina. vísir/sigurjón

Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar.

Samningurinn við þá er til þriggja ára.
Ingvar Jónsson er þrítugur markvörður sem hefur leikið í Noregi og Danmörku síðan hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014.

Hann hefur verið á mála hjá Start, Sandens Ulf og Sandefjord í Noregi en flutti sig svo yfir til Danmerkur sumarið 2018.

Þar spilaði hann með Viborg í dönsku B-deildinni en samningur hans við félagið rann út um mánaðamótin. Hann á að baki átta A-landsleiki.

Þórður Ingason var í marki hjá bikarmeisturunum Víkings á síðustu leiktíð.

Atli er átján ára bakvörður sem hefur verið undanfarin ár í unglinga- og varaliðum Norwich. Nú síðast var hann í norsku C-deildinni hjá Fredrikstad.

Þar fékk hann ekki áframhaldandi samning en Atli er uppalinn á Húsavík. Hann á leiki með öllum yngri landsliðum Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.