Ingvar: Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2020 15:00 Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Ingvar Jónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking og mun verja mark liðsins á komandi leiktíð. Ingvar, sem hefur leikið átta A-landsleiki, kemur frá Viborg í Danmörku þar sem samningur hans var útrunninn. „Þetta er gríðarlega spennandi klúbbur sem hefur verið í miklum uppgang með spennandi þjálfarateymi og metnaðarfulla stjórn,“ sagði Ingvar við Arnar Björnsson eftir undirskriftina. „Ég er gífurlega spenntur að koma hér í Víking og hjálpa þeim að gera enn betri hluti.“ Ingvar hefur frá árinu 2014 leikið bæði í Noregi og nú síðast Danmörku. Hann er sáttur með ferilinn ytra. „Já, ég er mjög sáttur. Ég hef verið úti í fimm ár. Þetta hefur gengið upp og ofan en þetta er erfiður heimur og lítil meiðsli hér og þar geta sett strik í reikninginn.“ „Þetta hefur verið góð reynsla fyrir mig og fjölskylduna. Við höfum búið bæði í Noregi og Danmörku. Mér fannst þetta vera komið fínt og okkur langaði heim. Síðan kom þetta tækifæri upp og ég er spenntur.“ Ingvar segir að það hafi verið fleiri möguleikar í stöðunni og hann hafi velt þessu vel og lengi fyrir sér. „Ég hef alveg verið að skoða mín mál síðan síðasta sumar. Ég hef gefið mér góðan tíma í þetta og þetta er stór ákvörðun. Ég er þrítugur og ég vildi gera langan samning og einbeita mér að sama verkefninu. Ég gaf mér góðan tíma í þetta og Víkingur var lang mest spennandi félagið sem kom upp.“ Eins og áður segir hefur Ingvar verið í kringum A-landslið karla og hann segir að þótt það sé gaman að vera í honum sé hann ekki eingöngu að einbeita sér að því. „Það er ógeðslega gaman að vera hluti af landsliðshópnum. Ég hef verið inn og út að undanförnu svo það er ekki minn aðalfókus. Ef þjálfarinn telur að ég sé einn af þremur bestu markvörðunum sem völ er á, þá að sjálfsögðu er ég klár.“ Hann er spenntur fyrir komandi tímum í Víkinni. „Þeir sýndu síðasta sumar að þeir eru frábært fótboltalið með góða blöndu. Þeir sýndu að allt er mögulegt. Ég sé ekki afhverju við ættum ekki að geta barist um titlana sem eru í boði.“ „Mér finnst þetta mjög heillandi leikstíll sem Arnar vill spila og hlakka mikið til að spila æfingaleiki og þróa minn leik þar. Maður er mjög virkur í öllum leiknum svo mig hlakkar mikið til.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Bikarmeistararnir krækja í Ingvar Jónsson og Atla Barkarson Bikarmeistarar Víkings hafa heldur betur styrkt sig en í dag var tilkynnt um komu Ingvars Jónssonar og Atla Barkarsonar. 18. janúar 2020 12:30