Enski boltinn

Liverpool búið að halda hreinu sjö leiki í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Liverpool er svo gott sem óstöðvandi þessa dagana og virðist einfaldlega ekki geta fengið á sig mark lengur. Eftir að hafa fengið á sig 14 mörk í fyrstu 15 leikjtum tímabilsins þá sagði Alisson, markvörður liðsins, hingað og ekki lengra. Síðan þá hefur liðið leiki sjö og hálfan leik eða samtals 675 mínútur án þess að fá á sig mark. 

Ofan á þetta þá spilar varnarlína Liverpool stóra rullu í sóknarleik liðsins en í 2-0 sigrinum gegn Manchester United fyrr í dag þá skoraði Virgil Van Dijk eftir stoðsendingu Trent Alexander-Arnold og Alisson lagði svo upp síðara mark liðsins með góðri spyrnu undir lok leiks. 

Síðasta lið til að skora gegn Liverpool voru nágrannar þeirra í Everton en Liverpool vann þann leik örugglega 5-2. Richarlison skoraði síðara mark Everton undir lok fyrri hálfleiks sem þýðir að Liverpool hefur í haldið hreinu í sjö og hálfum leik í röð. 

Síðustu sjö leikir Liverpool

Liverpool 3-0 Bournemouth

Liverpool 2-0 Watford

Liverpool 4-0 Leicester City

Liverpool 1-0 Wolverhampton Wanderers

Liverpool 2-0 Sheffield United

Liverpool 1-0 Tottenham Hotspur

Liverpool 2-0 Manchester United


Tengdar fréttir

Van Dijk maður leiksins i sigri Liver­pool gegn Manchester United

Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn.

Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar

Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×