Enski boltinn

Liverpool búið að halda hreinu sjö leiki í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Liverpool er svo gott sem óstöðvandi þessa dagana og virðist einfaldlega ekki geta fengið á sig mark lengur. Eftir að hafa fengið á sig 14 mörk í fyrstu 15 leikjtum tímabilsins þá sagði Alisson, markvörður liðsins, hingað og ekki lengra. Síðan þá hefur liðið leiki sjö og hálfan leik eða samtals 675 mínútur án þess að fá á sig mark. 

Ofan á þetta þá spilar varnarlína Liverpool stóra rullu í sóknarleik liðsins en í 2-0 sigrinum gegn Manchester United fyrr í dag þá skoraði Virgil Van Dijk eftir stoðsendingu Trent Alexander-Arnold og Alisson lagði svo upp síðara mark liðsins með góðri spyrnu undir lok leiks. 

Síðasta lið til að skora gegn Liverpool voru nágrannar þeirra í Everton en Liverpool vann þann leik örugglega 5-2. Richarlison skoraði síðara mark Everton undir lok fyrri hálfleiks sem þýðir að Liverpool hefur í haldið hreinu í sjö og hálfum leik í röð. 

Síðustu sjö leikir Liverpool
Liverpool 3-0 Bournemouth
Liverpool 2-0 Watford
Liverpool 4-0 Leicester City
Liverpool 1-0 Wolverhampton Wanderers
Liverpool 2-0 Sheffield United
Liverpool 1-0 Tottenham Hotspur
Liverpool 2-0 Manchester United


Tengdar fréttir

Van Dijk maður leiksins i sigri Liver­pool gegn Manchester United

Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn.

Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar

Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.