Enski boltinn

Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Van Dijk "fagnar“ marki sínu gegn Manchester United nú rétt í þessu
Van Dijk "fagnar“ marki sínu gegn Manchester United nú rétt í þessu Vísir/Getty

Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark og hefur haldið hreinu í sjö leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Van Dijk er einnig sá varnarmaður sem hefur skorað flest mörk í deildinni frá upphafi síðustu leiktíðar. Mark hans gegn Manchester United nú fyrir skömmu var hans fjórða á leiktíðinni og hans áttunda frá upphafi síðustu leiktíðar.

Vert er að taka fram að Van Dijk hefur stangað knöttinn í netið með höfðinu í síðustu sjö mörkum sem hann hefur skorað.

Mörk tímabilsins til þessa komu gegn Norwich City í 4-1 sigri, tvö komu svo í 2-1 sigri Liverpool og Brighton & Hove Albion og að lokum eitt, sem stendur, gegn Manchester United fyrr í dag.

Á síðustu leiktíð skoraði Hollendingurinn fljúgandi í 3-2 sigri gegn Newcastle United, tvö í 5-0 sigri á Watford og í 2-0 sigri á Wolverhampton Wanderers.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.