Enski boltinn

Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Van Dijk "fagnar“ marki sínu gegn Manchester United nú rétt í þessu
Van Dijk "fagnar“ marki sínu gegn Manchester United nú rétt í þessu Vísir/Getty

Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark og hefur haldið hreinu í sjö leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Van Dijk er einnig sá varnarmaður sem hefur skorað flest mörk í deildinni frá upphafi síðustu leiktíðar. Mark hans gegn Manchester United nú fyrir skömmu var hans fjórða á leiktíðinni og hans áttunda frá upphafi síðustu leiktíðar.

Vert er að taka fram að Van Dijk hefur stangað knöttinn í netið með höfðinu í síðustu sjö mörkum sem hann hefur skorað.

Mörk tímabilsins til þessa komu gegn Norwich City í 4-1 sigri, tvö komu svo í 2-1 sigri Liverpool og Brighton & Hove Albion og að lokum eitt, sem stendur, gegn Manchester United fyrr í dag.

Á síðustu leiktíð skoraði Hollendingurinn fljúgandi í 3-2 sigri gegn Newcastle United, tvö í 5-0 sigri á Watford og í 2-0 sigri á Wolverhampton Wanderers.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×