Telur Írani draga sig í hlé og boðar auknar þvinganir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 17:45 Donald Trump hélt í dag ávarp vegna árása Írana í nótt. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“ Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran. Eins hefur hann kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið stígi inn í deiluna í Miðausturlöndum. Þetta kom fram í ávarpi sem forsetinn hélt í dag. Trump hóf mál sitt á því að tilkynna að engir Bandaríkjamenn hefðu fallið í árásum Írana á tvær herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak í gær. Hann bætti við að svo virtist sem hefndaraðgerðum Írana vegna vígsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani, sem Trump fyrirskipaði, væri lokið. „Íranir virðist vera að draga sig í hlé,“ sagði forsetinn. Hann lýsti þá því sjónarmiði sínu að vígið á Soleimani hafi verið réttlætanlegt og kallaði það „ótvíræðar aðgerðir í því skyni að stöðva vægðarlausan hryðjuverkamann.“Sjá meira: Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Trump greindi einnig frá því að Bandaríkin myndu nú herða viðskiptaþvinganir sínar í garð Írana, en greindi ekkert nánar frá þeim fyrirætlunum sínum. Eins kallaði hann eftir því að Evrópuríki sem eru aðilar að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vesturveldin, Rússar og Kínverjar gerðu við Írani árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018 og Íranir tilkynntu á sunnudag að þeir myndu ekki hlíta samkomulaginu lengur. Samkomulaginu var ætlað að draga úr kjarnorkuvopnavæðingu Írans í skiptum fyrir slaka á viðskiptaþvingunum annarra ríkja í garð þess. Eins kallaði forsetinn eftir því að Atlantshafsbandalagið „blandaði sér í meiri mæli í málefni Miðausturlanda.“ Hann útskýrði ekki nánar hvað fælist í þeirri ósk hans, en nefndi sérstaklega að Bandaríkin væru nú orðin sjálfbær þegar kæmi að framleiðslu olíu og jarðgass. „Við þurfum ekki olíu frá Miðausturlöndum.“ Bandaríkin og Íran eigi sömu hagsmuna að gæta Forsetinn lauk ávarpi sínu með því að benda á sameiginlega hagsmuni ríkjanna tveggja sem nú deila, Bandaríkjanna og Írans. Þar gerði hann hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, að sérstöku umfjöllunarefni. „ISIS er náttúrulegur fjandmaður Írans. Við ættum að vinna saman að þessu og öðrum sameiginlegum forgangsmálum. Til íbúa og leiðtoga Írans, við viljum að þið eigið framtíð, glæsta framtíð, framtíð sem þið eigið skilið, fulla af velmegun og friðsemd.“ Lokaorð forsetans voru síðan á þá leið að Bandaríkin væru „tilbúin að stilla til friðar við hverja þá sem eftir því leitast.“
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45 Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09 Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Telja árásunum ekki ætlað að valda manntjóni Margir forsvarsmanna herafla Bandaríkjanna telja að Íranir hafi passað sig að valda ekki manntjóni í árásum þeirra á tvær herstöðvar í Írak í nótt. 8. janúar 2020 13:45
Íranir segja aðgerðum lokið og vilja ekki stríð Ayatollah Ali Khamenei segir Íran hafa veitt Bandaríkjunum löðrung í nótt. 8. janúar 2020 09:09
Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins. 8. janúar 2020 14:00