Enski boltinn

Merkileg tengsl fallliðs Stoke City og Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Maxim Choupo-Moting fagnar sigurmarki sínu með Neymar í leik PSG á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
Eric Maxim Choupo-Moting fagnar sigurmarki sínu með Neymar í leik PSG á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA-EFE/David Ramos / POOL

Eric Maxim Choupo-Moting var hetja Paris Saint Germain í gærkvöldi þegar hann skaut Parísarliðinu áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Fyrir aðeins tveimur árum féll hann með liði Stoke City úr ensku úrvalsdeildinni.

Breski blaðamaðurinn Richard Jolly benti líka á aðra merkilega staðreynd um tengsl þessa fallliðs Stoke City og undanúrslita Meistardeildarinnar. Jolly, sem hefur skrifað fyrir miðla eins og the Guardian, the Observer, the Independent og the Daily Telegraph svo eitthvað sé nefnt.

Richard Jolly lagðist í smá rannsóknarvinnu og komst að því, að eftir að ljóst varð að Eric Maxim Choupo-Moting kæmist í undanúrslitin með Paris-Saint Germain í gær, að 2017-18 liðið hjá Stoke City hafi verið skipað leikmönnum sem hafa spilað í ellefu af síðustu sextán undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Stoke City hefur aldrei verið nálægt því að komast í Meistaradeildina en safnaði að sér stórum nöfnum þetta umrædda tímabil. Stoke féll og endaði í fimmtánda sæti í ensku b-deildinni á nýloknu tímabili.

Leikmennirnir sem spiluðu með Stoke 2017-18 og hafa verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á ellefu af síðustu sextán tímabilum eru Ibrahim Afellay, Peter Crouch, Darren Fletcher, Bojan, Xherdan Shaqiri, Jesé og loks Eric Maxim Choupo-Moting.

Það dugði þó ekki til að bjarga Stoke liðinu frá falli vorið 2018. Liðið endaði í 19. sæti með aðeins 7 sigra í 38 leikjum og markatölu upp á -33. Stoke var þremur stigum á eftir Southampton sem sat í síðasta örugga sætinu.

Xherdan Shaqiri var markahæstur hjá Stoke liðinu með átta mörk, Mame Biram Diouf skoraði sex mörk og þeir Eric Maxim Choupo-Moting og Peter Crouch voru með fimm mörk hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.