Enski boltinn

Gylfi upp á jökli í sumarfríinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson á gangi á Sólheimajökli en myndin er af Instagram síðu eiginkonunnar Alexöndru Helgu Ívarsdóttur.
Gylfi Þór Sigurðsson á gangi á Sólheimajökli en myndin er af Instagram síðu eiginkonunnar Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Mynd/Instagram

Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton hefur verið til umfjöllunar hjá enskum miðlum og eru margir á því að félagið þurfti að selja hann. Gylfi sjálfur er aftur á móti að njóta lífsins heima á Íslandi og veit að hann á tvö ár eftir af samningi sínum á Goodison Park.

Gylfi Þór Sigurðsson var greinilega frelsinu feginn þegar ensku úrvalsdeildinni lauk í lok júlí. Hann hefur nefnilega verið duglegur að ferðast um landið sitt síðan að hann kom heim í sumarfrí.

Kórónuveiran hafði mikil áhrif á líf Gylfa eins og annarra í Englandi. Í fyrsta lagi þurfti hann að dúsa alla daga heima hjá sér þegar öllu var lokað í Liverpool og síðan var Gylfi fastur í hótellífi á meðan enska úrvalsdeildina var kláruð.

Síðasti leikur Gylfa og félaga í Everton var 26 júlí og hann eins og fleiri leikmenn liðsins fengu í framhaldinu langþráð sumarfrí.

Gylfi er ekki sá duglegasti að segja efni inn á Instagram síðu sína en hann setti inn athyglisverða færslu eftir stórmerkilegt ferðalag sitt og eiginkonunnar Alexöndru Helgu Ívarsdóttur upp á Sólheimajökull.

Gylfi bauð Alexöndru upp á óvænt ferðalag í tilefni af 31 árs afmæli hennar 9. ágúst síðastliðinn og leiðin lág upp á Sólheimajökull og í ísklifur og eftir á borðuðu þau afmælismáltíðina saman í Yoda hellinum í Hjörleifshöfða. Með í för voru vinkonur Alexöndru.

Hér fyrir neðan má sjá þau bæði segja frá þessum skemmtilega degi á Instagram síðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×