Gylfi upp á jökli í sumarfríinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson á gangi á Sólheimajökli en myndin er af Instagram síðu eiginkonunnar Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Mynd/Instagram Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton hefur verið til umfjöllunar hjá enskum miðlum og eru margir á því að félagið þurfti að selja hann. Gylfi sjálfur er aftur á móti að njóta lífsins heima á Íslandi og veit að hann á tvö ár eftir af samningi sínum á Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðsson var greinilega frelsinu feginn þegar ensku úrvalsdeildinni lauk í lok júlí. Hann hefur nefnilega verið duglegur að ferðast um landið sitt síðan að hann kom heim í sumarfrí. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á líf Gylfa eins og annarra í Englandi. Í fyrsta lagi þurfti hann að dúsa alla daga heima hjá sér þegar öllu var lokað í Liverpool og síðan var Gylfi fastur í hótellífi á meðan enska úrvalsdeildina var kláruð. Síðasti leikur Gylfa og félaga í Everton var 26 júlí og hann eins og fleiri leikmenn liðsins fengu í framhaldinu langþráð sumarfrí. Gylfi er ekki sá duglegasti að segja efni inn á Instagram síðu sína en hann setti inn athyglisverða færslu eftir stórmerkilegt ferðalag sitt og eiginkonunnar Alexöndru Helgu Ívarsdóttur upp á Sólheimajökull. Gylfi bauð Alexöndru upp á óvænt ferðalag í tilefni af 31 árs afmæli hennar 9. ágúst síðastliðinn og leiðin lág upp á Sólheimajökull og í ísklifur og eftir á borðuðu þau afmælismáltíðina saman í Yoda hellinum í Hjörleifshöfða. Með í för voru vinkonur Alexöndru. Hér fyrir neðan má sjá þau bæði segja frá þessum skemmtilega degi á Instagram síðum sínum. View this post on Instagram Happy birthday @alexandrahelga thank you @obsidian.iceland for helping me plan the weekend A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on Aug 11, 2020 at 10:58am PDT View this post on Instagram Had the best birthday weekend. Glacier walk, ice climbing & dinner in a cave. Thank you @gylfisig23 for planning this amazing surprise! Love you A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on Aug 11, 2020 at 10:36am PDT Enski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton hefur verið til umfjöllunar hjá enskum miðlum og eru margir á því að félagið þurfti að selja hann. Gylfi sjálfur er aftur á móti að njóta lífsins heima á Íslandi og veit að hann á tvö ár eftir af samningi sínum á Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðsson var greinilega frelsinu feginn þegar ensku úrvalsdeildinni lauk í lok júlí. Hann hefur nefnilega verið duglegur að ferðast um landið sitt síðan að hann kom heim í sumarfrí. Kórónuveiran hafði mikil áhrif á líf Gylfa eins og annarra í Englandi. Í fyrsta lagi þurfti hann að dúsa alla daga heima hjá sér þegar öllu var lokað í Liverpool og síðan var Gylfi fastur í hótellífi á meðan enska úrvalsdeildina var kláruð. Síðasti leikur Gylfa og félaga í Everton var 26 júlí og hann eins og fleiri leikmenn liðsins fengu í framhaldinu langþráð sumarfrí. Gylfi er ekki sá duglegasti að segja efni inn á Instagram síðu sína en hann setti inn athyglisverða færslu eftir stórmerkilegt ferðalag sitt og eiginkonunnar Alexöndru Helgu Ívarsdóttur upp á Sólheimajökull. Gylfi bauð Alexöndru upp á óvænt ferðalag í tilefni af 31 árs afmæli hennar 9. ágúst síðastliðinn og leiðin lág upp á Sólheimajökull og í ísklifur og eftir á borðuðu þau afmælismáltíðina saman í Yoda hellinum í Hjörleifshöfða. Með í för voru vinkonur Alexöndru. Hér fyrir neðan má sjá þau bæði segja frá þessum skemmtilega degi á Instagram síðum sínum. View this post on Instagram Happy birthday @alexandrahelga thank you @obsidian.iceland for helping me plan the weekend A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on Aug 11, 2020 at 10:58am PDT View this post on Instagram Had the best birthday weekend. Glacier walk, ice climbing & dinner in a cave. Thank you @gylfisig23 for planning this amazing surprise! Love you A post shared by Lexa (@alexandrahelga) on Aug 11, 2020 at 10:36am PDT
Enski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira