Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 18:45 Donna Pettis og Gale Rathbone, dætur Lewis, eru hér til vinstri. Hægra megin á myndinni er Carole Baskin. Vísir/Getty Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. Mikill áhugi kviknaði aftur á hvarfi Lewis eftir að þættirnir vinsælu Tiger King voru sýndir á Netflix í byrjun ársins. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann hélt því ítrekað fram að hún hefði myrt eiginmann sinn. Joe Exotic, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum, eyddi stórum hluta ferils síns sem eigandi „framandi dýragarðs“ í að áreita Baskin í illdeilum sem sjást vel í heimildaþáttunum Tiger King. Exotic hélt því statt og stöðugt fram, í mörg ár, að Baskin hefði orðið fyrrum eiginmanni sínum, Don Lewis, að bana. Lewis hvarf degi áður en hann ætlaði að fara til Costa Rica og var lýstur látinn árið 2002. Hann og Baskin voru enn gift en hann hafði þó fengið nálgunarbann gagnvart henni tveimur mánuðum áður en hann hvarf. Baskin hefur ítrekað neitað því að hafa orðið eiginmanni sínum að bana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar frá blaðamannafundi fjölskyldu Lewis í gær þakkaði Gale Rathbone, yngsta dóttir hans, fyrir hinn aukna áhuga á hvarfinu. Hún sagði að þó faðir hennar hafði ekki verið fullkominn, ætti hann samt rétt á réttlæti. Lögmaður fjölskyldunnar segir markmiðið með því að höfða mál gegn Baskin vera að fá hana til að svara spurningum fyrir dómi. Í yfirlýsingu frá Baskin segist hún ekki ætla að tjá sig að svo stöddu. Bandaríkin Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Exotic hafði verið dæmdur til að greiða Baskin hátt í eina milljón dollara vegna brots á höfundarrétti. 2. júní 2020 07:21 Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis. Mikill áhugi kviknaði aftur á hvarfi Lewis eftir að þættirnir vinsælu Tiger King voru sýndir á Netflix í byrjun ársins. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann hélt því ítrekað fram að hún hefði myrt eiginmann sinn. Joe Exotic, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum, eyddi stórum hluta ferils síns sem eigandi „framandi dýragarðs“ í að áreita Baskin í illdeilum sem sjást vel í heimildaþáttunum Tiger King. Exotic hélt því statt og stöðugt fram, í mörg ár, að Baskin hefði orðið fyrrum eiginmanni sínum, Don Lewis, að bana. Lewis hvarf degi áður en hann ætlaði að fara til Costa Rica og var lýstur látinn árið 2002. Hann og Baskin voru enn gift en hann hafði þó fengið nálgunarbann gagnvart henni tveimur mánuðum áður en hann hvarf. Baskin hefur ítrekað neitað því að hafa orðið eiginmanni sínum að bana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar frá blaðamannafundi fjölskyldu Lewis í gær þakkaði Gale Rathbone, yngsta dóttir hans, fyrir hinn aukna áhuga á hvarfinu. Hún sagði að þó faðir hennar hafði ekki verið fullkominn, ætti hann samt rétt á réttlæti. Lögmaður fjölskyldunnar segir markmiðið með því að höfða mál gegn Baskin vera að fá hana til að svara spurningum fyrir dómi. Í yfirlýsingu frá Baskin segist hún ekki ætla að tjá sig að svo stöddu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35 Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03 Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Exotic hafði verið dæmdur til að greiða Baskin hátt í eina milljón dollara vegna brots á höfundarrétti. 2. júní 2020 07:21 Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5. júní 2020 22:35
Segja að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin Umboðsmannateymi á bak við Joe Exotic, sem einnig er þekktur sem Tígrísdýrakonungurinn, segir að svara verði „sviksemi“ Carole Baskin, sem nýverið vann mál á hendur Exotic með þeim afleiðingum að hún eignaðist dýragarð sem áður var í hans eigu. 5. júní 2020 09:03
Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Exotic hafði verið dæmdur til að greiða Baskin hátt í eina milljón dollara vegna brots á höfundarrétti. 2. júní 2020 07:21
Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10