Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 22:35 Joe Exotic og Carole Baskin áttu í áralöngum deilum. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að láta ráða Baskin af dögum. Netflix Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. Hann segir um að ræða „launráð“ sem verði að stöðva. Dómari úrskurðaði í byrjun vikunnar að Baskin skyldi eignast dýragarðinn auk eigna tengdum honum. Þau Joe Exotic og Baskin urðu heimsfræg á einni nóttu eftir að heimildaþáttaröðin Tiger King, sem fjallar um ævi, störf og ástir tígrisdýrahirða í Bandaríkjunum, var frumsýnd á Netflix fyrr á árinu. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum. Hann segir í yfirlýsingu sem birt var fyrir hans hönd í fyrradag að úrskurður dómarans sé „enn eitt tilfinningalega höggið“ sem ríður yfir hann, mann sem „þegar er í viðkvæmu ástandi“. Exotic hafi verið í einangrun í fangelsi síðastliðna þrjá mánuði og geti þannig ekki haldið uppi málsvörn. "The ruling is yet another emotional blow to an already fragile Joe, who has spent the past 3 straight months in solitary confinement."Joe has issued his official response to a Carole Baskin taking the zoo. He is suffering, help us end it. #helpfreejoe https://t.co/7K6CHyBaEP— Joe Exotic (@joe_exotic) June 4, 2020 „Við erum meðvituð um nú sé tímabært að biðja fyrir réttlæti fyrir fjölskyldu George Floyd, sem og að bundinn verði endi á kerfisbundna kynþáttafordóma, en á sama tíma verðum við að svara fyrir launráð Carol Baskin áður en þau ná óhindruð fram að ganga,“ segir í yfirlýsingunni. „Þó að þessar fréttir séu þungbærar ætlum við ekki að sætta okkur við ósigur. Á sama tíma og þessi skilaboð eru rituð er lögmannateymi Joe að fara fram á áfrýjun og samfélagsmiðlateymi hans fær almenning með okkur í lið.“ Forsaga málsins er sú að Baskin stefndi Joe Exotic fyrir brot á höfundarréttarlögum árið 2013. Svo fór að Exotic var gert að greiða Baskin tæpa milljón Bandaríkjadali. Hann reiddi þó upphæðina aldrei fram. Jeff Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, hefur með dómsúrskurðinum verið gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Bandaríkin Dýr Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. Hann segir um að ræða „launráð“ sem verði að stöðva. Dómari úrskurðaði í byrjun vikunnar að Baskin skyldi eignast dýragarðinn auk eigna tengdum honum. Þau Joe Exotic og Baskin urðu heimsfræg á einni nóttu eftir að heimildaþáttaröðin Tiger King, sem fjallar um ævi, störf og ástir tígrisdýrahirða í Bandaríkjunum, var frumsýnd á Netflix fyrr á árinu. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum. Hann segir í yfirlýsingu sem birt var fyrir hans hönd í fyrradag að úrskurður dómarans sé „enn eitt tilfinningalega höggið“ sem ríður yfir hann, mann sem „þegar er í viðkvæmu ástandi“. Exotic hafi verið í einangrun í fangelsi síðastliðna þrjá mánuði og geti þannig ekki haldið uppi málsvörn. "The ruling is yet another emotional blow to an already fragile Joe, who has spent the past 3 straight months in solitary confinement."Joe has issued his official response to a Carole Baskin taking the zoo. He is suffering, help us end it. #helpfreejoe https://t.co/7K6CHyBaEP— Joe Exotic (@joe_exotic) June 4, 2020 „Við erum meðvituð um nú sé tímabært að biðja fyrir réttlæti fyrir fjölskyldu George Floyd, sem og að bundinn verði endi á kerfisbundna kynþáttafordóma, en á sama tíma verðum við að svara fyrir launráð Carol Baskin áður en þau ná óhindruð fram að ganga,“ segir í yfirlýsingunni. „Þó að þessar fréttir séu þungbærar ætlum við ekki að sætta okkur við ósigur. Á sama tíma og þessi skilaboð eru rituð er lögmannateymi Joe að fara fram á áfrýjun og samfélagsmiðlateymi hans fær almenning með okkur í lið.“ Forsaga málsins er sú að Baskin stefndi Joe Exotic fyrir brot á höfundarréttarlögum árið 2013. Svo fór að Exotic var gert að greiða Baskin tæpa milljón Bandaríkjadali. Hann reiddi þó upphæðina aldrei fram. Jeff Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, hefur með dómsúrskurðinum verið gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga.
Bandaríkin Dýr Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira