Íslenski boltinn

FH bíður eftir stað­festingu frá heil­brigðis­ráð­herra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn Daníel og félagar fá vonandi að spila á heimavelli.
Björn Daníel og félagar fá vonandi að spila á heimavelli. vísir/getty

FH gengur út frá því að spila heimaleik sinn í undankeppni Evrópukeppninnar á heimavelli.

Þetta staðfesti Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi í dag er hann gekk á milli funda varðandi leikinn.

FH-ingar og önnur lið í Evrópukeppninni hafa fundað með KSÍ og yfirvöldum varðandi Evrópuleiki sína en FH var eina liðið sem dróst á heimavelli í 1. umferðinni.

Þeir mæta Dunajská Streda þann 27. ágúst en Valdimar staðfesti í dag við Vísi að FH-ingar gengu út frá því að leikurinn yrði spilaður á heimavelli FH; í Kaplakrika.

Það biði þó enn staðfestingu frá heilbrigðisráðherra um að slóvenska liðið megi hingað koma og spila leikinn.

Valdimar sagði í dag að hann reiknaði með að það yrði ljóst, í síðasta lagi á morgun, hvort að leikurinn í lok ágúst færi ekki fram í Kaplakrika, bak við luktar dyr.

Fyrr í dag var greint frá því að reiknað er með að íslenski boltinn fari aftur að rúlla á föstudaginn kemur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.