Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 12:48 FH-ingar vonast til að geta spilað í Evrópukeppni á heimavelli 27. ágúst. VÍSIR/BÁRA FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30