Veður

Helst líkur á sól­skini á Austur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukann 15 eins og það leit út í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukann 15 eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Landsmenn mega búast við hægri suðvestanátt og skýjuðu veðri í dag þar sem verður úrkomulítið og milt í veðri.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að helst séu líkur á sólskini á Austurlandi seinni partinn, þar sem hiti geti náð 18 stigum.

„Lægð nálgast landið að sunnan í kvöld og vex þá vindur úr suðaustri og fer að rigna sunnan- og vestanlands. Gengur á með suðaustankalda á morgun og rignir í flestum landshlutum, síst þó á Norðausturlandi. Ágætishiti fyrir norðan, en fremur svalt syðra. Rignir áfram á Suðausturlandi á mánudag, en dregur annars heldur úr vætunni.

Ferðamenn á hálendinu þurfa að hafa í huga að í rigningu og hlýindum verða ár vatnsmiklar vöð geta því orðið varasöm eða illfær.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Sunnan 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Víða rigning og hiti 10 til 15 stig, en úrkomulítið á NA-verðu landinu með hiti að 17 stigum.

Á mánudag og þriðjudag: Sunnan átt, víða 5-10 m/s, rigning með köfum og hiti 10 til 15 stig, en bjartviðri NA til með hita kringum 20 stig.

Á miðvikudag: Fremur hæg vestlæg átt, víða smá skúrir og fremur hlýtt, en bjart með köflum A-lands.

Á fimmtudag og föstudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með vætu víða á landinu, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Áframhaldandi hlýindi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.