Dularfull færsla Zlatan Ibrahimovic vekur von hjá stuðningsmönnum Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 11:00 Zlatan Ibrahimovic vann Evrópudeildina með Manchester United en missti þó af úrslitaleiknum vegna meiðsla. EPA/PETER POWELL Leeds United er að koma aftur upp í ensku úrvalsdeildina í haust og flestir stuðningsmenn vonast eftir liðstyrk áður en deildin hefst í september. Einn sá sigursælasti í sögunni er sagður mögulega á leiðinni til nýliðanna. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við Leeds United og virðist ýta undir slíkar sögusagnir með færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hvort hann sé bara að stríða stuðningsmönnum Leeds á aftur á móti eftir að koma í ljós. Zlatan Ibrahimovic birti mynd á Instagram af skútu sem er að sigla undir breskum fána og á hana skrifaði Zlatan: Næsti áfangastaður. Zlatan Ibrahimovic walking out at Elland Road... https://t.co/aI7AxlXhDn— SPORTbible (@sportbible) August 6, 2020 Zlatan Ibrahimovic er vissulega orðinn 38 ára gamall en hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum með AC Milan og hefur því litlu gleymt. Ibrahimovic hefur ekki framlengt samning sinn við AC Milan og það er búist við því að hann spili ekki áfram með ítalska liðinu. Svíinn stóð á öðrum tímamótum í janúar þar sem Zlatan Ibrahimovic var sagður hafa verið að velja á milli AC Milan og Leeds United. Þá var Leeds í ensku b-deildinni en nú er liðið komið upp í ensku úrvalsdeildina. Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, var eiginlega búinn að gefa upp vonina um að fá Ibrahimovic á Elland Road þegar hann var í viðtali í síðasta mánuði. „Það verður erfitt að fá Ibrahimovic. Við reyndum að fá hann í janúar en hann ákvað að fara til AC Milan og samningurinn gufaði upp. Núna held ég að þetta sé orðið of seint. Ákefðin í enska boltanum er allt önnur,“ sagði Andrea Radrizzani. Zlatan Ibrahimovic mun halda upp á 39 ára afmælið sitt í október. Hann lék sitt eina fulla tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United 2016-17 og var þá með 17 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram I agree with Zlatan A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) on Jul 31, 2020 at 11:58am PDT Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Leeds United er að koma aftur upp í ensku úrvalsdeildina í haust og flestir stuðningsmenn vonast eftir liðstyrk áður en deildin hefst í september. Einn sá sigursælasti í sögunni er sagður mögulega á leiðinni til nýliðanna. Zlatan Ibrahimovic hefur verið orðaður við Leeds United og virðist ýta undir slíkar sögusagnir með færslu á samfélagsmiðlum sínum. Hvort hann sé bara að stríða stuðningsmönnum Leeds á aftur á móti eftir að koma í ljós. Zlatan Ibrahimovic birti mynd á Instagram af skútu sem er að sigla undir breskum fána og á hana skrifaði Zlatan: Næsti áfangastaður. Zlatan Ibrahimovic walking out at Elland Road... https://t.co/aI7AxlXhDn— SPORTbible (@sportbible) August 6, 2020 Zlatan Ibrahimovic er vissulega orðinn 38 ára gamall en hann var með 11 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum í öllum keppnum með AC Milan og hefur því litlu gleymt. Ibrahimovic hefur ekki framlengt samning sinn við AC Milan og það er búist við því að hann spili ekki áfram með ítalska liðinu. Svíinn stóð á öðrum tímamótum í janúar þar sem Zlatan Ibrahimovic var sagður hafa verið að velja á milli AC Milan og Leeds United. Þá var Leeds í ensku b-deildinni en nú er liðið komið upp í ensku úrvalsdeildina. Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, var eiginlega búinn að gefa upp vonina um að fá Ibrahimovic á Elland Road þegar hann var í viðtali í síðasta mánuði. „Það verður erfitt að fá Ibrahimovic. Við reyndum að fá hann í janúar en hann ákvað að fara til AC Milan og samningurinn gufaði upp. Núna held ég að þetta sé orðið of seint. Ákefðin í enska boltanum er allt önnur,“ sagði Andrea Radrizzani. Zlatan Ibrahimovic mun halda upp á 39 ára afmælið sitt í október. Hann lék sitt eina fulla tímabil í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United 2016-17 og var þá með 17 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram I agree with Zlatan A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) on Jul 31, 2020 at 11:58am PDT
Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira