Enski boltinn

Nýi maður Man. City yfirgaf Valencia af því að hann fékk ekki fyrirliðabandið eða nógu há laun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ferran Torres með Manchester City treyjuna.
Ferran Torres með Manchester City treyjuna. Mynd/Manchester City

Ferran Torres er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City sem keypti hann frá spænska félaginu Valencia.

Ferran Torres hefur nú sagt frá ástæðum þess að hann vildi ekki spila lengur með Valencia heldur leita frekar á nýjar slóðir. Hann segist samt vera leiður yfir því að vera á förum.

Ferran Torres er bara tvítugur en var að klára sitt þriðja tímabil með Valencia liðinu. Torres var með 4 mörk og 5 stoðsendingar í 34 leikjum á þessari leiktíð. Manchester City keypti hann fyrir 21 milljón punda.

„Ég vildi vera áfram en ég setti fram mínar kröfur. Þær voru greinilega stærri og meiri en félagið var tilbúið í,“ sagði Ferran Torres í samtali við Marca.

Ferran Torres setti fram þrjár kröfur og sagði spænska félagið yrði að lágmarki að standast tvær þeirra. Ferran Torres vildi fá fyrirliðbandið og launahækkun en hann vildi einnig að eigandinn Peter Lim tæki þátt í samningagerðinni.

„Ég vildi fá að lágmarki tvær af þessum þremur óskum mínum en þeir vildu ekki veita mér neina þeirra,“ sagði Ferran Torres sem átti ekki gott samband við fyrirliðann Dani Parejo.

„Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru ekki í sömu stöðu og stóru evrópsku félögin en ég var klár í leiða þetta verkefni og vildi því fá meðferð við hæfi,“ sagði Torres.

Torres talaði líka um að hann hafi átti gott samtal við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.