Erlent

John Hume er látinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hume árið 2008.
Hume árið 2008. EPA/YOAN VALAT

John Hume sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 fyrir þátt hans í að koma á friði á Norður-Írlandi er látinn, 83 ára að aldri. Hann var leiðtogi kaþólskra hófsamra Sósíaldemókrata og deildi friðarverðlaununum með David Trimble, fyrsta ráðherra Norður-Írlands og leiðtoga Ulster-hreyfingar mótmælenda.

Hume gekk til liðs við Mannréttindasamtök Norður Írlands á sjöunda áratugnum og taldi þjóðernishyggju leiða til hnignunar samfélagsins. Hann beitti sér fyrir meiri sjálfstjórn íbúa á Norður-Írlandi þar sem stríðandi fylkingar deildu með sér völdum.

Hume lést í morgun á hjúkrunarheimili í Londonderry í á Norður-Írlandi en hann hafði glímt við elliglöp um árabil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.