Erlent

John Hume er látinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hume árið 2008.
Hume árið 2008. EPA/YOAN VALAT

John Hume sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 fyrir þátt hans í að koma á friði á Norður-Írlandi er látinn, 83 ára að aldri. Hann var leiðtogi kaþólskra hófsamra Sósíaldemókrata og deildi friðarverðlaununum með David Trimble, fyrsta ráðherra Norður-Írlands og leiðtoga Ulster-hreyfingar mótmælenda.

Hume gekk til liðs við Mannréttindasamtök Norður Írlands á sjöunda áratugnum og taldi þjóðernishyggju leiða til hnignunar samfélagsins. Hann beitti sér fyrir meiri sjálfstjórn íbúa á Norður-Írlandi þar sem stríðandi fylkingar deildu með sér völdum.

Hume lést í morgun á hjúkrunarheimili í Londonderry í á Norður-Írlandi en hann hafði glímt við elliglöp um árabil.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.