Íslenski boltinn

Hættur með Aftureldingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Júlíus Ármann (t.v.) og Jón Júlíus Karlsson, þáverandi framkvæmdastjóri Aftureldingar, á góðri stundu. Þeir nafnar eru nú báðir horfnir á braut.
Júlíus Ármann (t.v.) og Jón Júlíus Karlsson, þáverandi framkvæmdastjóri Aftureldingar, á góðri stundu. Þeir nafnar eru nú báðir horfnir á braut. Vísir/Afturelding

Júlíus Ármann Júlíusson hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu. Þetta kemur fram í tilkynningu knattspyrnudeildar Aftureldingar í dag.

„Knattspyrnudeild Aftureldingar og Júlíus Ármann Júlíusson hafa komist að samkomulagi um starfslok Júlíusar sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Júlíus tók við liðinu á vormánuðum 2015 og hefur því starfað sem þjálfari liðsins í rúm fimm ár,“ segir í tilkynningunni.

„Á tíma sínum sem þjálfari liðsins kom Júlíus m.a. liðinu upp úr 2. deild kvenna árið 2017 og hafði auk þess búið til stöðugt 1. deildar lið undanfarin tvö ár. Stjórn knattspyrnudeildar og meistaraflokksráð kvenna Aftureldingar þakka Júlíusi fyrir sitt góða starf fyrir félagið og óska honum velfarnaðar í komandi framtíð,“ segir þar einnig.

Afturelding situr í 5. sæti Lengjudeildar kvenna með níu stig að loknum sjö umferðum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.