Engin hættulaus leið til að opna landamæri Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2020 10:41 Ferðalangar í Ástralíu. AP/James Gourley Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. Stofnunin segir að neyðarferðarlög eigi að vera í forgangi. WHO gaf í gær út uppfærð viðmið varðandi ferðalög yfir landamæri ríkja en ríki víða um heim hafa hert reglur varðandi ferðalög á nýjan leik eftir að smituðum fór að fjölga aftur í umræddum ríkjum. Önnur ríki íhuga á sama tíma að opna landamæri sín. Fyrr í vikunni sögðu forsvarsmenn stofnunarinnar að ekki væri hægt að banna ferðalög til lengdar og ríki heimsins þyrftu að gera meira til að draga úr útbreiðslu veirunnar innan eigin landamæra, samkvæmt frétt Reuters. Í viðmiðunum er lagt til að forsvarsmenn hvers ríkis fyrir sig framkvæmi eigin áhættugreiningu á því að opna landamærin, að hluta eða að fullu. Taka þurfi viðmið af því hver staðan sé í umræddum ríkjum varðandi útbreiðslu faraldursins, ástandi heilbrigðiskerfis og þær sóttvarnir sem þegar séu til staðar. Þar segir einnig áhættan sé mismunandi á milli ríkja og ferðalög feli mismunandi áhættu í sér, eftir því hvert og hvaðan fólk er að ferðast og hver útbreiðsla Covid-19 sé í þeim ríkjum. Skimun á landamærum er mjög mikilvæg, samkvæmt WHO, og er sömuleiðis mikilvægt að ferðalangar sýni ábyrgð. Þeir vakti heilsu sína á ferðalögum og tilkynni möguleg einkenna til yfirvalda í þeim ríkjum sem þeir sækja heim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. Stofnunin segir að neyðarferðarlög eigi að vera í forgangi. WHO gaf í gær út uppfærð viðmið varðandi ferðalög yfir landamæri ríkja en ríki víða um heim hafa hert reglur varðandi ferðalög á nýjan leik eftir að smituðum fór að fjölga aftur í umræddum ríkjum. Önnur ríki íhuga á sama tíma að opna landamæri sín. Fyrr í vikunni sögðu forsvarsmenn stofnunarinnar að ekki væri hægt að banna ferðalög til lengdar og ríki heimsins þyrftu að gera meira til að draga úr útbreiðslu veirunnar innan eigin landamæra, samkvæmt frétt Reuters. Í viðmiðunum er lagt til að forsvarsmenn hvers ríkis fyrir sig framkvæmi eigin áhættugreiningu á því að opna landamærin, að hluta eða að fullu. Taka þurfi viðmið af því hver staðan sé í umræddum ríkjum varðandi útbreiðslu faraldursins, ástandi heilbrigðiskerfis og þær sóttvarnir sem þegar séu til staðar. Þar segir einnig áhættan sé mismunandi á milli ríkja og ferðalög feli mismunandi áhættu í sér, eftir því hvert og hvaðan fólk er að ferðast og hver útbreiðsla Covid-19 sé í þeim ríkjum. Skimun á landamærum er mjög mikilvæg, samkvæmt WHO, og er sömuleiðis mikilvægt að ferðalangar sýni ábyrgð. Þeir vakti heilsu sína á ferðalögum og tilkynni möguleg einkenna til yfirvalda í þeim ríkjum sem þeir sækja heim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira