Herman Cain dáinn vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 15:17 Herman Cain árið 2014. AP/Molly Riley Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Herman Cain, athafnamaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er dáinn. Hann var 74 ára gamall og dó vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var lagður inn á sjúkrahús þann 1. júlí, tveimur dögum eftir að hann greindist smitaður og var lengi í alvarlegu ástandi. Tíu dögum áður en hann var lagður inn á sjúkrahús hafði Cain sótt fjölmennan kosningafund Donald Trump, forseta, í Tulsa í Oklahoma. Þar var hann í mikilli mannmergð án þess að vera með grímu en ekki liggur þó fyrir hvar hann smitaðist, samkvæmt frétt Newsmax. Cain gekk nýverið til liðs við þann miðil og ætlaði að vera með vikulega þætti þar. Here’s just a few of the #BlackVoicesForTrump at tonight’s rally! Having a fantastic time!#TulsaRally2020 #Trumptulsa #TulsaTrumprally #MAGA #Trump2020 #Trump2020Landslide pic.twitter.com/27mUzkg7kL— Herman Cain (@THEHermanCain) June 20, 2020 Cain bauð sig fram til forseta árið 2012 en náði ekki að tryggja sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Mitt Romney tókst það en hann tapaði gegn Barack Obama. Eitt af stefnumálum Cain var að hann myndi aldrei skrifa undir lagafrumvörp sem væru lengri en þrjár blaðsíður. Í tilkynningu á netsíðu Cain segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að barátta hans gegn Covid yrði erfið. Fyrir nokkrum dögum hafi læknar hans sagst vongóðir um að hann myndi jafna sig en það gæti tekið langan tíma. Heilsa hans hafi þó versnað til muna skömmu seinna. You're never ready for the kind of news we are grappling with this morning. But we have no choice but to seek and find God's strength and comfort to deal... #HermanCain https://t.co/BtOgoLVqKz— Herman Cain (@THEHermanCain) July 30, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira