Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 21:56 Þorsteinn Halldórsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Ólafi Péturssyni. vísir/bára „Já, ég gæti alveg trúað því. Við héldum boltanum vel og opnuðum þær og spiluðum heilt yfir frábæran fyrri hálfleik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi, aðspurður hvort frammistaðan í fyrri hálfleik gegn Fylki hafi verið sú besta hjá Kópavogsliðinu í sumar. Blikar voru 0-4 yfir í hálfleik sem urðu síðan lokatölur leiksins. „Það kom okkur kannski á óvart hvað þær voru kaldar að pressa okkur. Það skapaði pláss fyrir okkur inni á miðjunni og við náðum að opna þær í kringum það.“ Blikar slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik. Þorsteinn segir að það hafi ekki verið með ráðum gert. „Þetta gerist ósjálfrátt að mestu leyti. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en aðalatriðið var að klára leikinn með sæmd og mér fannst við gera það. Þær ógnuðu okkur ekkert og við héldum þeim frá markinu,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik hefur unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 28-0. Þrátt fyrir það segir Þorsteinn að Blikar séu með báða fætur á jörðinni. „Það eru bara búnir sjö leikir af átján og maður fer ekkert fram úr sér. En auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Það er bara gamla klisjan, það er næsti leikur og hann telur alveg jafn mikið og þessi leikur í dag,“ sagði Þorsteinn. „Við erum ánægð með leikinn í dag og ég er mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt og spila þennan góða leik. Við þurfum bara að koma okkur niður á jörðina, njóta næstu daga og byrja svo að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Um það snýst þetta þegar vel gengur; að gleyma sér ekki í gleðinni og halda einbeitingu.“ Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:03 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
„Já, ég gæti alveg trúað því. Við héldum boltanum vel og opnuðum þær og spiluðum heilt yfir frábæran fyrri hálfleik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi, aðspurður hvort frammistaðan í fyrri hálfleik gegn Fylki hafi verið sú besta hjá Kópavogsliðinu í sumar. Blikar voru 0-4 yfir í hálfleik sem urðu síðan lokatölur leiksins. „Það kom okkur kannski á óvart hvað þær voru kaldar að pressa okkur. Það skapaði pláss fyrir okkur inni á miðjunni og við náðum að opna þær í kringum það.“ Blikar slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik. Þorsteinn segir að það hafi ekki verið með ráðum gert. „Þetta gerist ósjálfrátt að mestu leyti. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en aðalatriðið var að klára leikinn með sæmd og mér fannst við gera það. Þær ógnuðu okkur ekkert og við héldum þeim frá markinu,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik hefur unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 28-0. Þrátt fyrir það segir Þorsteinn að Blikar séu með báða fætur á jörðinni. „Það eru bara búnir sjö leikir af átján og maður fer ekkert fram úr sér. En auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Það er bara gamla klisjan, það er næsti leikur og hann telur alveg jafn mikið og þessi leikur í dag,“ sagði Þorsteinn. „Við erum ánægð með leikinn í dag og ég er mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt og spila þennan góða leik. Við þurfum bara að koma okkur niður á jörðina, njóta næstu daga og byrja svo að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Um það snýst þetta þegar vel gengur; að gleyma sér ekki í gleðinni og halda einbeitingu.“
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:03 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:03