Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 21:56 Þorsteinn Halldórsson ásamt aðstoðarmanni sínum, Ólafi Péturssyni. vísir/bára „Já, ég gæti alveg trúað því. Við héldum boltanum vel og opnuðum þær og spiluðum heilt yfir frábæran fyrri hálfleik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi, aðspurður hvort frammistaðan í fyrri hálfleik gegn Fylki hafi verið sú besta hjá Kópavogsliðinu í sumar. Blikar voru 0-4 yfir í hálfleik sem urðu síðan lokatölur leiksins. „Það kom okkur kannski á óvart hvað þær voru kaldar að pressa okkur. Það skapaði pláss fyrir okkur inni á miðjunni og við náðum að opna þær í kringum það.“ Blikar slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik. Þorsteinn segir að það hafi ekki verið með ráðum gert. „Þetta gerist ósjálfrátt að mestu leyti. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en aðalatriðið var að klára leikinn með sæmd og mér fannst við gera það. Þær ógnuðu okkur ekkert og við héldum þeim frá markinu,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik hefur unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 28-0. Þrátt fyrir það segir Þorsteinn að Blikar séu með báða fætur á jörðinni. „Það eru bara búnir sjö leikir af átján og maður fer ekkert fram úr sér. En auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Það er bara gamla klisjan, það er næsti leikur og hann telur alveg jafn mikið og þessi leikur í dag,“ sagði Þorsteinn. „Við erum ánægð með leikinn í dag og ég er mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt og spila þennan góða leik. Við þurfum bara að koma okkur niður á jörðina, njóta næstu daga og byrja svo að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Um það snýst þetta þegar vel gengur; að gleyma sér ekki í gleðinni og halda einbeitingu.“ Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Já, ég gæti alveg trúað því. Við héldum boltanum vel og opnuðum þær og spiluðum heilt yfir frábæran fyrri hálfleik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi, aðspurður hvort frammistaðan í fyrri hálfleik gegn Fylki hafi verið sú besta hjá Kópavogsliðinu í sumar. Blikar voru 0-4 yfir í hálfleik sem urðu síðan lokatölur leiksins. „Það kom okkur kannski á óvart hvað þær voru kaldar að pressa okkur. Það skapaði pláss fyrir okkur inni á miðjunni og við náðum að opna þær í kringum það.“ Blikar slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik. Þorsteinn segir að það hafi ekki verið með ráðum gert. „Þetta gerist ósjálfrátt að mestu leyti. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en aðalatriðið var að klára leikinn með sæmd og mér fannst við gera það. Þær ógnuðu okkur ekkert og við héldum þeim frá markinu,“ sagði Þorsteinn. Breiðablik hefur unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 28-0. Þrátt fyrir það segir Þorsteinn að Blikar séu með báða fætur á jörðinni. „Það eru bara búnir sjö leikir af átján og maður fer ekkert fram úr sér. En auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Það er bara gamla klisjan, það er næsti leikur og hann telur alveg jafn mikið og þessi leikur í dag,“ sagði Þorsteinn. „Við erum ánægð með leikinn í dag og ég er mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt og spila þennan góða leik. Við þurfum bara að koma okkur niður á jörðina, njóta næstu daga og byrja svo að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Um það snýst þetta þegar vel gengur; að gleyma sér ekki í gleðinni og halda einbeitingu.“
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:03 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:03