Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 11:15 Glaðbeittir ferðamenn á Mallorca. Svæðisstjóri WHO í Evrópu segir að rekja megi fjölgun nýrra kórónuveirusmita til breyttrar hegðunar fólks og til þess að fleira ungt fólk smitast nú en fyrr í faraldrinum. AP/Joan Mateu Ungt fólk er nú hærra hlutfall þeirra sem greinast með nýtt afbrigði kórónuveiru víða í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að breytt hegðun fólks sé orsök þess að hópsýkingar hafa komið upp og smitum fjölgað aftur að undanförnum. Víða hafa Evrópuríki þurft að bakka með tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum í vor vegna fjölgunar nýsmita. Íslensk stjórnvöld kanna nú möguleikann á að herða aftur á samkomubanni sem tók fyrst gildi í mars og stóð til að slaka á í byrjun ágúst. Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fyrir Evrópu, segir að tíðar smit á meðal ungs fólks eigi þátt í endurvakningu faraldursins í álfunni. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC sagði hann að yfirvöld þurfi að koma skilaboðum sínum betur á framfæri við ungt fólk. „Við höfum fengið tilkynningar frá nokkrum heilbrigðisyfirvöldum um hærra hlutfall nýrra smita á meðal ungs fólks. Fyrir mér er það ákall nógu hátt til að endurhugsa þurfi hvernig sé hægt að fá ungt fólk í lið með okkur,“ sagði Kluge. Skiljanlegt væri að ungdómurinn vildi ekki missa af sumrinu en hann bæri engu að síður ábyrgð á sjálfum sér, foreldrum sínum, ömmum og öfum og samfélaginu. „Við vitum núna hvernig við getum tekið upp góðar heilbrigðisvenjur svo notfærum okkur þá þekkingu,“ segir Kluge. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO um faraldurinn: Ein stór bylgja, engar árstíðarsveiflur Nýtt afbrigði kórónuveiru hagar sér ekki eins og inflúensa sem tekur árstíðarsveiflur, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Fólk ætti að búa sig undir að faraldurinn verði aðeins ein stór bylgja. 28. júlí 2020 11:20 Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring Kórónuveirusmitum á heimsvísu hefur aldrei fjölgað jafn mikið og síðasta sólarhring, samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á 24 klukkustundum hafa 259.848 greinst með veiruna. 18. júlí 2020 22:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Ungt fólk er nú hærra hlutfall þeirra sem greinast með nýtt afbrigði kórónuveiru víða í Evrópu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að breytt hegðun fólks sé orsök þess að hópsýkingar hafa komið upp og smitum fjölgað aftur að undanförnum. Víða hafa Evrópuríki þurft að bakka með tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum í vor vegna fjölgunar nýsmita. Íslensk stjórnvöld kanna nú möguleikann á að herða aftur á samkomubanni sem tók fyrst gildi í mars og stóð til að slaka á í byrjun ágúst. Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fyrir Evrópu, segir að tíðar smit á meðal ungs fólks eigi þátt í endurvakningu faraldursins í álfunni. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC sagði hann að yfirvöld þurfi að koma skilaboðum sínum betur á framfæri við ungt fólk. „Við höfum fengið tilkynningar frá nokkrum heilbrigðisyfirvöldum um hærra hlutfall nýrra smita á meðal ungs fólks. Fyrir mér er það ákall nógu hátt til að endurhugsa þurfi hvernig sé hægt að fá ungt fólk í lið með okkur,“ sagði Kluge. Skiljanlegt væri að ungdómurinn vildi ekki missa af sumrinu en hann bæri engu að síður ábyrgð á sjálfum sér, foreldrum sínum, ömmum og öfum og samfélaginu. „Við vitum núna hvernig við getum tekið upp góðar heilbrigðisvenjur svo notfærum okkur þá þekkingu,“ segir Kluge.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO um faraldurinn: Ein stór bylgja, engar árstíðarsveiflur Nýtt afbrigði kórónuveiru hagar sér ekki eins og inflúensa sem tekur árstíðarsveiflur, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Fólk ætti að búa sig undir að faraldurinn verði aðeins ein stór bylgja. 28. júlí 2020 11:20 Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring Kórónuveirusmitum á heimsvísu hefur aldrei fjölgað jafn mikið og síðasta sólarhring, samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á 24 klukkustundum hafa 259.848 greinst með veiruna. 18. júlí 2020 22:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
WHO um faraldurinn: Ein stór bylgja, engar árstíðarsveiflur Nýtt afbrigði kórónuveiru hagar sér ekki eins og inflúensa sem tekur árstíðarsveiflur, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Fólk ætti að búa sig undir að faraldurinn verði aðeins ein stór bylgja. 28. júlí 2020 11:20
Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring Kórónuveirusmitum á heimsvísu hefur aldrei fjölgað jafn mikið og síðasta sólarhring, samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á 24 klukkustundum hafa 259.848 greinst með veiruna. 18. júlí 2020 22:09