Enski boltinn

Lallana kominn til Brighton | Fyrirliðinn mun sakna hans

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lallana mun leika í treyju númer 14 hjá Brighton
Lallana mun leika í treyju númer 14 hjá Brighton Vísir/Brighton

Adam Lallana hefur samið við Brighton & Hove Albion til þriggja ára. Samningur hans við Liverpool rann út nú á dögunum og hefur þessi 32 ára gamli Englendingur ákveðið að ganga til liðs við Brighton.

Lallana er spenntur fyrir komandi verkefnum en hann var í viðtali við Football Daily á Twitter.

Brighton endaði í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig á tímabilinu sem lauk um síðustu helgi. Þá er Graham Potter, þjálfari Brighton, mjög ánægður með komu Lallana til liðsins.

„Hann er reynslumikill leikmaður sem mun vonandi vera góð fyrirmynd fyrir unga leikmenn okkar.“

Þá hefur Jordan Henderson – fyrirliði Liverpool – einnig tjáð sig á Twitter en þeir voru miklir mátar og herbergisfélagar ef marka má myndirnar sem Henderson birti.

„Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, fjölskyldu mína og félagið. Ég mun sakna þín meira en allir. Ég óska þér og fjölskyldu þinni alls hins besta í komandi verkefnum og get ekki beðið eftir að sjá þig gera það sem þú gerir best,“ sagði fyrirliðinn.

Lallana byrjaði aðeins þrjá leiki fyrir Liverpool í deildinni á þessu tímabili en kom þó 12 sinnum af varamannabekk liðsins. Reikna má með því að hann spili töluvert meira hjá Brighton á næstu leiktíð.

Alls hefur Lallana leikið 196 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool og Southampton. Í þeim hefur hann skorað 30 mörk og lagt upp önnur 28. Þá hefur hann leikið 34 leiki fyrir England og skorað í þeim þrjú mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.