De Bruyne bestur ef rýnt er í tölfræðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 07:30 Belginn hefur verið frábær í liði City á tímabilinu. EPA-EFE/Justin Tallis Eftir að hafa verið mikið meiddur á síðustu leiktíð og byrjað aðeins 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni þá átti Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Manchester City, stórkostlegt tímabil. Honum tókst reyndar ekki að tryggja City-liðinu sinn þriðja Englandsmeistaratitil á þremur árum en liðið varð undir í baráttunni við Liverpool sem – eins og frægt er orðið – vann loksins enskan meistaratitil eftir 30 ára bið. Pep Guardiola – þjálfari City – getur þó ekki kennt De Bruyne um gengi síns liðs í vetur en Belginn átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. City skoraði 102 mörk í 38 deildarleikjum og ljóst að sóknarleikur var ef til vill ekki höfuðverkur liðsins. Most direct goal contributions (33) Joint most assists in a PL season (20) Most key passes from open play in a PL season (104) More clear cut chances created than Palace (33) @ManCity's @DeBruyneKev is our Premier League player of the season, and it isn't close!— WhoScored.com (@WhoScored) July 27, 2020 Af þessum 102 mörkum þá skoraði De Bruyne 13 af þeim ásamt því að leggja upp önnur 20 á samherja sína. Hann kom þar með að 32 prósent marka liðsins. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri en 20 mörk á einni leiktíð og hefur aðeins einn leikmaður náð því áður. Thierry Henry, þáverandi leikmaður Arsenal, náði því snemma á þessari öld. Raunar kom De Bruyne nánast að marki í leik en hann byrjaði 32 leiki fyrir City í deildinni og kom inn af varamannabekknum í tvígang. Tölfræðisíðan WhoScored heldur utan um alla leiki ensku deildinni og þar kemur fram að enginn leikmaður deildarinnar bjó til jafn mörg opin marktækifæri fyrir samherja sína og De Bruyne eða 33 talsins. Átti hann flestar lykilsendingar í opnum leik, það er ekki eftir föst leikatriði, eða 104 talsins. Einnig var hann tíu sinnum valinn maður leiksins hjá vefsíðunni og því völdu þeir hann sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Meðaleinkunn De Bruyne var 7.97 en þar á eftir komu Sadio Mané með 7.45 og Mohamed Salah með 7.40. Þeir Raheem Sterling og Marcus Rashford komu þar á eftir, báðir með 7.40. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Eftir að hafa verið mikið meiddur á síðustu leiktíð og byrjað aðeins 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni þá átti Kevin De Bruyne, belgíski miðvallarleikmaður Manchester City, stórkostlegt tímabil. Honum tókst reyndar ekki að tryggja City-liðinu sinn þriðja Englandsmeistaratitil á þremur árum en liðið varð undir í baráttunni við Liverpool sem – eins og frægt er orðið – vann loksins enskan meistaratitil eftir 30 ára bið. Pep Guardiola – þjálfari City – getur þó ekki kennt De Bruyne um gengi síns liðs í vetur en Belginn átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. City skoraði 102 mörk í 38 deildarleikjum og ljóst að sóknarleikur var ef til vill ekki höfuðverkur liðsins. Most direct goal contributions (33) Joint most assists in a PL season (20) Most key passes from open play in a PL season (104) More clear cut chances created than Palace (33) @ManCity's @DeBruyneKev is our Premier League player of the season, and it isn't close!— WhoScored.com (@WhoScored) July 27, 2020 Af þessum 102 mörkum þá skoraði De Bruyne 13 af þeim ásamt því að leggja upp önnur 20 á samherja sína. Hann kom þar með að 32 prósent marka liðsins. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri en 20 mörk á einni leiktíð og hefur aðeins einn leikmaður náð því áður. Thierry Henry, þáverandi leikmaður Arsenal, náði því snemma á þessari öld. Raunar kom De Bruyne nánast að marki í leik en hann byrjaði 32 leiki fyrir City í deildinni og kom inn af varamannabekknum í tvígang. Tölfræðisíðan WhoScored heldur utan um alla leiki ensku deildinni og þar kemur fram að enginn leikmaður deildarinnar bjó til jafn mörg opin marktækifæri fyrir samherja sína og De Bruyne eða 33 talsins. Átti hann flestar lykilsendingar í opnum leik, það er ekki eftir föst leikatriði, eða 104 talsins. Einnig var hann tíu sinnum valinn maður leiksins hjá vefsíðunni og því völdu þeir hann sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni. Meðaleinkunn De Bruyne var 7.97 en þar á eftir komu Sadio Mané með 7.45 og Mohamed Salah með 7.40. Þeir Raheem Sterling og Marcus Rashford komu þar á eftir, báðir með 7.40.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira