Enski boltinn

„Ekkert leyndar­mál að hann vill koma aftur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thiago og Coutinho í stuði.
Thiago og Coutinho í stuði. vísir/getty

Philippe Coutinho vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina ef marka má ummæli umboðsmanns hans. Hann segir einnig að það sé áhugi úr ensku úrvalsdeildinni.

Kia Joorabchian er umboðsmaður Coutinho en hann er nú á láni hjá Bayern Munchen frá Barcelona. Barcelona ku vilja selja Coutinho og enska úrvalsdeildin heillar Brasilíumanninn.

„Það er ekkert leyndarmál. Þetta er allt opið og það er mjög mikill áhugi,“ sagði Joorabhcian í samtali við talkSPORT.

Coutinho lék með Liverpool frá árinu 2013 til 2018 áður en hann var seldur til Barcelona.

„Því Meistaradeildin verður spiluð þangað til 23. ágúst, þá verður erfitt fyrir leikmenn eins og Coutinho að semja við eitthvað lið fyrir það.“

„Því eins og staðan er núna þarf hann að komast í gegnum Chelsea með Bayern og svo er hann að fara spila gegn Barcelona, hvort sem þið trúið því eða ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×