KR fengið öll sjö stigin sín eftir sóttkvína: „Held að hún hafi gert okkur gott“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 15:15 Ingunn Haraldsdóttir er fyrirliði KR. vísir/vilhelm „Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
„Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira