KR fengið öll sjö stigin sín eftir sóttkvína: „Held að hún hafi gert okkur gott“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 15:15 Ingunn Haraldsdóttir er fyrirliði KR. vísir/vilhelm „Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
„Við erum bara mjög vel stemmdar og erum taplausar eftir sóttkvína. Við erum mjög spenntar fyrir því að ná í þrjú stig fyrir norðan,“ sagði Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði KR, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hennar í dag. Ingunn og stöllur hennar í KR voru þá nýlentar á Akureyri þar sem þær mæta Þór/KA í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. KR-ingar mæta með kassann úti til leiks eftir gott gengi að undanförnu. Venjulega væri ekki óskastaða að fara í tveggja vikna sóttkví í upphafi tímabils en svo virðist sem sóttkvíin sem KR þurfti að fara í hafi gert liðinu gott. Vesturbæingar hafa nefnilega náð í öll sín sjö stig í Pepsi Max-deildinni eftir sóttkvína sem liðið þurfti að fara í eftir 6-0 tap fyrir Blikum 23. júní. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður tími fyrir okkur til að líta inn á við. Svo fengum við líka tíma til að vinna í líkamlegum þáttum. Þótt það hafi verið erfitt að vera í burtu frá liðinu held ég að sóttkvíin hafi gert okkur gott,“ sagði Ingunn. Með sigri á Þór/KA í kvöld kemst KR upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.vísir/vilhelm En gerðu KR-ingar eitthvað öðruvísi í sóttkvínni en í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins fyrir tímabilið? „Það voru öðruvísi áherslur. Það var auðvitað skrítið að fara í tveggja vikna frí á miðju tímabili. Við náðum líka að þjappa hópnum saman og vorum mikið í sambandi á samfélagsmiðlum. Kannski var þetta bara gott fyrir okkur, til að koma okkur af stað og byrja mótið aftur af krafti,“ sagði Ingunn. KR tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni með markatölunni 1-12. Liðið hefur hins unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Í síðasta leik vann KR öruggan sigur á FH, 3-0. „Ég höfum náð að skipuleggja varnarleikinn betur. Við erum að spila mjög skipulagðan og góðan varnarleik frá fremsta til aftasta manns. Við erum með marga nýja leikmenn og fengum lítinn tíma til að slípa okkur saman í vetur,“ sagði Ingunn. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað fjögur mörk í sumar, öll eftir sóttkvína.vísir/vilhelm Að öðrum ólöstuðum hefur Katrín Ásbjörnsdóttir verið besti leikmaður KR eftir sóttkvína. Hún hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum KR og sýnt gamla takta. „Hún hefur algjörlega blómstrað sem og aðrir leikmenn eftir sóttkvína. Við erum að kynnast betur og læra betur hver á aðra,“ sagði Ingunn sem hefur leikið alla sex deildarleiki KR í sumar. Á meðan KR-ingar eru með vindinn í bakið hefur gefið á bátinn hjá Þór/KA að undanförnu en Akureyringar eru án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Þrátt fyrir það á Ingunn von á strembnum leik í kvöld. „Það er meðbyr með okkur en það er alltaf erfitt að koma á þennan útivöll. Þær eru alltaf fastar fyrir og góðar í návígum. Þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ingunn að endingu. Leikur Þórs/KA og KR hefst klukkan 18:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mörkin úr síðustu þremur leikjum KR í Pepsi Max-deildinni má sjá hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna KR Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira