Enski boltinn

Klopp, Bielsa og Emma best

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri sem knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri sem knattspyrnustjóri Liverpool. VÍSIR/GETTY

Jurgen Klopp, Emma Hayes og Marcelo Bielsa voru verðlaunuð af þjálfarafélaginu á Englandi er nýyfirstaðin leiktíð var gerð upp í kvöld.

Þjálfarar í deildarkeppninni á Englandi kjósa um þann besta í efstu deildum karla og kvenna sem og 1. deild karla, Championship-deildinni.

Klopp var valinn þjálfari ársins í deildunum á Englandi en eftir verðlaunin sagðist sá þýski vera himinlifandi með verðlaunin.

Bielsa var valinn bestur í ensku B-deildinni en hann skilaði Leeds upp í efstu deild. Slaven Bilic hjá WBA, Paul Cook hjá Wigan og Thomas Frank hjá Brentford voru aðrir sem komu til greina.

Í ensku kvennadeildinni var það svo Emma Hayes sem var valin best. Hún þjálfar lið Chelsea sem varð enskur meistari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.