Íslenski boltinn

Pepsi Max Stúkan: Má Eiður þjálfa hjá FH?

Ísak Hallmundarson skrifar
Eiður er annar aðalþjálfara FH
Eiður er annar aðalþjálfara FH skjáskot/stöð2

Eiður Smári Guðjohnsen tók við sem annar þjálfara FH-inga ásamt Loga Ólafssyni í síðustu viku. Eiður er einnig í starfi innan KSÍ sem aðstoðarþjálfari U21 landsliðs karla.

„Eiður er farinn að þjálfa og ég fagna því. Mér finnst það mjög jákvætt og ég vil hafa hann inn í fótbolta sem mest. En félögin í efstu deild í fótbolta eru með þetta á heilanum,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Eru þeir með þetta á heilanum vegna þess að þetta er eitthvað prinsipp atriði hjá KSÍ eða er þeir með þetta á heilanum vegna þess að þetta er Eiður Smári Guðjohnsen og fullt af ungum leikmönnum finnst spennandi að vera hjá honum? Hvort helduru að þau séu meira með á heilanum?“ sagði Þorkell Máni Pétursson.

„Stjarnan hefur misst þjálfara af því þeir hafa horfið til starfa til Knattspyrnusambandsins. Það eru allir nokkuð ánægðir að fá Eið þarna inn og þetta er ekki mín skoðun heldur er það þannig að það sem þeir eru að segja; ef það á að vera einhver svona regla, þá verður hún að fá að standa,“ sagði Hjörvar.

Máni segist gera greinarmun á því að Eiður sé aðeins í hlutastarfi hjá KSÍ á meðan þjálfarar sem hafa horfið til starfa hjá KSÍ hafi verið ráðnir í fullt starf. 

„Eiður Smári er í hlutastarfi hjá KSÍ. Hinir tveir sem þú ert að ræða um, sem fóru frá Stjörnunni, eru báðir í fullu starfi hjá KSÍ. Það er ákveðinn munur sem er þar á hlutunum.“

Umræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan:

Klippa: Pepsi Max stúkan - Má Eiður þjálfa FH?


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.