Íslenski boltinn

Eggert Gunnþór í FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson er danskur bikarmeistari.
Eggert Gunnþór Jónsson er danskur bikarmeistari. VÍSIR/GETTY

Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun.

Eggert Gunnþór kemur til félagsins frá danska úrvalsdeildarfélaginu SønderjyskE þar sem hann hefur leikið frá árinu 2017. Hann kveður félagið sem ríkjandi bikarmeistari.

Austfirðingurinn hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2006 en hann hefur leikið með Hearts, Wolves, Charlton, Belenenses, Vestjælland og Fleetwood.

Hann á að baki 21 A-landsleik fyrir Ísland en einnig á hann fjöldan allan af yngri landsleikjum.

FH er í 7. sæti deildarinnar með ellefu stig en Eggert Gunnþór verður fyrst löglegur með FH í byrjun ágúst.

Hann getur leikið sinn fyrsta leik 5. ágúst er liðið mætir Val.

Rætt verður við Eggert í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.