Um slaka erlenda leikmenn: Ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2020 07:00 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fór mikinn í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Það var mikill hiti í Pepsi Max Mörkunum í gær þegar erlendir leikmenn deildarinnar voru ræddir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Nú erum við með útlendingaa í FH, alls ekki nógu góða finnst mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins í gær, greip orðið. „Þær hafa ekkert sýnt finnst mér, önnur skoraði jú þetta mark á móti Þór/KA. Fyrir mér ertu bara ekki að sækja útlending sem er miðlungs leikmaður í þessari deild. Frekar skaltu þá spila ungum og efnilegum leikmanni sem þú getur gert að félagsmanni og liðsmanni til lengri tíma. Fyrir mér er þetta bara sóun.“ „Þú ert að taka eitt ár af einhverjum leikmanni,“ svaraði Helena. „Þú ert að taka átt ár í þróun af einhverjum leikmanni, fyrir ekki meira en þetta. Ef þú færð einhverja eins og Mary Alice [Vignola] í Þrótti R. eða Chloé Lacasse [sem skoraði 62 mörk fyrir ÍBV frá 2015-2019] þá er það flott. Ég er bara á því að ef þeir útlendingar sem hingað koma eru ekki að standa sig, ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless,“ sagði Bára Kristbjörg í kjölfarið. Bára telur þó að Þróttur Reykjavík og Selfoss hafi nælt í góða erlenda leikmenn og að í raun sé ekki hægt að dæma ÍBV þar sem þar þurfi ákveðið magn erlendra leikmanna einfaldlega til að ná í lið. Helena telur að oft sé góðmennska eina ástæða fyrir að leikmenn séu ekki látnir pakka í töskur og sendir heim. „Nei við getum ekki sent hana heim, það er svo ljótt af okkur,“ sagði Helena kímin. „Eins og það verði að standa við samning í einhverri góðgerðastarfsemi.“ „Hinir hæfustu komast af, ef þú ert að fá útlending og hún er ekki að standa sig þá bara takk fyrir að koma, farðu heim. Þetta er bara mín skoðun varðandi þróun íslenskra leikmanna, þú þarft að vera afgerandi útlendingur til að taka sætið af íslenskum leikmanni,“ sagði Bára að endingu. Klippa: Slakir útlendingar í Pepsi Max deildinni Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Það var mikill hiti í Pepsi Max Mörkunum í gær þegar erlendir leikmenn deildarinnar voru ræddir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Nú erum við með útlendingaa í FH, alls ekki nógu góða finnst mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins í gær, greip orðið. „Þær hafa ekkert sýnt finnst mér, önnur skoraði jú þetta mark á móti Þór/KA. Fyrir mér ertu bara ekki að sækja útlending sem er miðlungs leikmaður í þessari deild. Frekar skaltu þá spila ungum og efnilegum leikmanni sem þú getur gert að félagsmanni og liðsmanni til lengri tíma. Fyrir mér er þetta bara sóun.“ „Þú ert að taka eitt ár af einhverjum leikmanni,“ svaraði Helena. „Þú ert að taka átt ár í þróun af einhverjum leikmanni, fyrir ekki meira en þetta. Ef þú færð einhverja eins og Mary Alice [Vignola] í Þrótti R. eða Chloé Lacasse [sem skoraði 62 mörk fyrir ÍBV frá 2015-2019] þá er það flott. Ég er bara á því að ef þeir útlendingar sem hingað koma eru ekki að standa sig, ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless,“ sagði Bára Kristbjörg í kjölfarið. Bára telur þó að Þróttur Reykjavík og Selfoss hafi nælt í góða erlenda leikmenn og að í raun sé ekki hægt að dæma ÍBV þar sem þar þurfi ákveðið magn erlendra leikmanna einfaldlega til að ná í lið. Helena telur að oft sé góðmennska eina ástæða fyrir að leikmenn séu ekki látnir pakka í töskur og sendir heim. „Nei við getum ekki sent hana heim, það er svo ljótt af okkur,“ sagði Helena kímin. „Eins og það verði að standa við samning í einhverri góðgerðastarfsemi.“ „Hinir hæfustu komast af, ef þú ert að fá útlending og hún er ekki að standa sig þá bara takk fyrir að koma, farðu heim. Þetta er bara mín skoðun varðandi þróun íslenskra leikmanna, þú þarft að vera afgerandi útlendingur til að taka sætið af íslenskum leikmanni,“ sagði Bára að endingu. Klippa: Slakir útlendingar í Pepsi Max deildinni
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00