Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 23:00 Guðbjörg hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Vísir Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Sjá meira