Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júlí 2020 20:50 Eyjólfur skoraði fyrra mark Stjörnunnar í dag. Vísir/Vilhelm Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30
Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55