Fór beint í vinnuna eftir að hafa varið fjórða vítið í síðustu þremur leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2020 12:00 Dino Hodzic er mikill vítabani. mynd/skagafrettir.is Dino Hodzic, markvörður Kára á Akranesi, er mikill vítabani eins og komið hefur í ljós í síðustu leikjum liðsins í 2. deildinni. Hodzic sá til þess að Kári vann Dalvík/Reyni, 1-0, í gær með því að verja vítaspyrnu í uppbótartíma. Þetta var fjórða vítið sem ver í síðustu þremur deildarleikjum Kára sem allir hafa unnist. Hann varði tvær vítaspyrnur í 1-0 sigri á ÍR í 5. umferð 2. deildarinnar og svo eitt víti þegar Kári sigraði Víði, 5-0, í 6. umferðinni. ÍATV birti myndband af vítavörslum Hodzic í síðustu leikjum á Twitter og það má sjá hér fyrir neðan. 11. júlí - ÍR (1-0) 17. júlí - Víðir (5-0) 22. júlí - Dalvík/Reynir (1-0) @trideset_jedan pic.twitter.com/8QPu4fq8Vi— ÍATV (@ia_sjonvarp) July 22, 2020 Hodzic virtist þó hinn rólegasti yfir öllum vítavörslunum því eftir leikinn í Akraneshöllinni í gær fór hann strax í vinnuna. Það var ekki langt að fara en Hodzic starfar á Norðurálsvellinum. Hann fór beint í að vökva völlinn og gera hann tilbúinn fyrir leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Back to work sagði @trideset_jedan eftir að hafa varið fjórða vítið í röð. Geggjaður náungi #KáriNation pic.twitter.com/F2Kkdh3Gol— Lúðvík Gunnarsson (@lulligunn) July 22, 2020 Hodzic kom til ÍA frá ungverska liðinu Mezokövesd um mitt síðasta sumar og var varamarkvörður liðsins seinni hluta tímabilsins. Í byrjun júní á þessu ári gekk króatíski markvörðurinn í raðir Kára og hefur leikið alla sjö leiki liðsins í 2. deildinni í sumar. Hinn 24 ára Hodzic er engin smásmíði en hann telur 2,05 metra. Áður en hann fór til Ungverjalands lék hann með Vejle og Fredericia í Danmörku. Kári er í 7. sæti 2. deildar með ellefu stig eftir sjö umferðir. Íslenski boltinn Akranes Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Dino Hodzic, markvörður Kára á Akranesi, er mikill vítabani eins og komið hefur í ljós í síðustu leikjum liðsins í 2. deildinni. Hodzic sá til þess að Kári vann Dalvík/Reyni, 1-0, í gær með því að verja vítaspyrnu í uppbótartíma. Þetta var fjórða vítið sem ver í síðustu þremur deildarleikjum Kára sem allir hafa unnist. Hann varði tvær vítaspyrnur í 1-0 sigri á ÍR í 5. umferð 2. deildarinnar og svo eitt víti þegar Kári sigraði Víði, 5-0, í 6. umferðinni. ÍATV birti myndband af vítavörslum Hodzic í síðustu leikjum á Twitter og það má sjá hér fyrir neðan. 11. júlí - ÍR (1-0) 17. júlí - Víðir (5-0) 22. júlí - Dalvík/Reynir (1-0) @trideset_jedan pic.twitter.com/8QPu4fq8Vi— ÍATV (@ia_sjonvarp) July 22, 2020 Hodzic virtist þó hinn rólegasti yfir öllum vítavörslunum því eftir leikinn í Akraneshöllinni í gær fór hann strax í vinnuna. Það var ekki langt að fara en Hodzic starfar á Norðurálsvellinum. Hann fór beint í að vökva völlinn og gera hann tilbúinn fyrir leik ÍA og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Back to work sagði @trideset_jedan eftir að hafa varið fjórða vítið í röð. Geggjaður náungi #KáriNation pic.twitter.com/F2Kkdh3Gol— Lúðvík Gunnarsson (@lulligunn) July 22, 2020 Hodzic kom til ÍA frá ungverska liðinu Mezokövesd um mitt síðasta sumar og var varamarkvörður liðsins seinni hluta tímabilsins. Í byrjun júní á þessu ári gekk króatíski markvörðurinn í raðir Kára og hefur leikið alla sjö leiki liðsins í 2. deildinni í sumar. Hinn 24 ára Hodzic er engin smásmíði en hann telur 2,05 metra. Áður en hann fór til Ungverjalands lék hann með Vejle og Fredericia í Danmörku. Kári er í 7. sæti 2. deildar með ellefu stig eftir sjö umferðir.
Íslenski boltinn Akranes Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira