Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 15:48 Mál Maxwell var borið undir Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í Hvíta húsinu í gær. Lýsti hann samúð með henni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma. Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma.
Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31