Erlent

Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu

Andri Eysteinsson skrifar
Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein.
Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein. Getty/Jared Siskin

Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell sem ásökuð er um að hafa aðstoðað auðkýfinginn og fyrrverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein að beita ungar stúlkur kynferðisofbeldi.

Lögfræðingar Maxwell höfðu óskað eftir því að Maxwell, sem setið hefur í fangelsi frá því að hún var handtekin í byrjun mánaðar, yrði látin laus gegn tryggingu. Sögðu þeir að töluverðar líkur væru á því að Maxwell myndi smitast af kórónuveirunni í fangelsi og að hún væri ekki líkleg til að flýja réttvísina.

Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni og mun Maxwell því fá að dúsa í fangelsi en réttarhöldin yfir henni munu hefjast í júlí á næsta ári. Maxwell lýsti í dag yfir sakleysi sínu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.