Neitaði að ræða De Gea og vildi ekki staðfesta að hann yrði í markinu í kvöld Anton Ingi Leifsson skrifar 22. júlí 2020 09:30 Solskjær og De Gea á góðri stundu. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hafði lítinn áhuga á því að ræða David de Gea, markvörð liðsins, á blaðamannafundi í gær. De Gea gerði tvö mistök í undanúrslitaleik enska bikarsins á sunnudaginn og hefur fengið ansi mikla gagnrýni eftir leikinn. Solskjær segir að hann muni halda áfram að gera þær breytingar sem eru bestar fyrir liðið en liðið mætir West Ham síðar í dag. „Þú verður að gera það. Allar stöður eru stórar hérna svo þú verður að gera það sem er best fyrir liðið og félagið,“ sagði Solskjær. „Við munum gera það á miðvikudaginn [í dag], við munum gera það á sunnudaginn og þegar tímabilinu er lokið þá munum við taka fleiri ákvarðanir.“ 'I don't want to talk about it': Ole Gunnar Solskjær unwilling to discuss David de Gea s erratic form @JamieJackson___ https://t.co/OpH5CDYA3c pic.twitter.com/jeltraKCoB— Guardian sport (@guardian_sport) July 21, 2020 Næst var Solskjær spurður hvort að því hvort að sá spænski myndi byrja í markinu í kvöld en hann vildi ekki staðfesta það. „Nei, því ég vil ekki ræða þetta. Við munum standa saman og við munum sjá það á miðvikudagskvöldið. Við eigum tvo leiki eftir og við verðum að vera einbeittir.“ „David er nægilega sterkur andlega að vita að hans starf er að standa sig á æfingum næstu daga og vera klár í leikina.“ „Mitt starf er að undirbúa liðið fyrir leikinn gegn West Ham. Það er það sem við erum að gera. Bara einbeita okkur að þessum leik.“ „Ég er ekki að fara tala um einstaklinga. Allt sem við tölum um er á milli okkar. Allir leikmennirnir geta treyst mér fyrir því,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hafði lítinn áhuga á því að ræða David de Gea, markvörð liðsins, á blaðamannafundi í gær. De Gea gerði tvö mistök í undanúrslitaleik enska bikarsins á sunnudaginn og hefur fengið ansi mikla gagnrýni eftir leikinn. Solskjær segir að hann muni halda áfram að gera þær breytingar sem eru bestar fyrir liðið en liðið mætir West Ham síðar í dag. „Þú verður að gera það. Allar stöður eru stórar hérna svo þú verður að gera það sem er best fyrir liðið og félagið,“ sagði Solskjær. „Við munum gera það á miðvikudaginn [í dag], við munum gera það á sunnudaginn og þegar tímabilinu er lokið þá munum við taka fleiri ákvarðanir.“ 'I don't want to talk about it': Ole Gunnar Solskjær unwilling to discuss David de Gea s erratic form @JamieJackson___ https://t.co/OpH5CDYA3c pic.twitter.com/jeltraKCoB— Guardian sport (@guardian_sport) July 21, 2020 Næst var Solskjær spurður hvort að því hvort að sá spænski myndi byrja í markinu í kvöld en hann vildi ekki staðfesta það. „Nei, því ég vil ekki ræða þetta. Við munum standa saman og við munum sjá það á miðvikudagskvöldið. Við eigum tvo leiki eftir og við verðum að vera einbeittir.“ „David er nægilega sterkur andlega að vita að hans starf er að standa sig á æfingum næstu daga og vera klár í leikina.“ „Mitt starf er að undirbúa liðið fyrir leikinn gegn West Ham. Það er það sem við erum að gera. Bara einbeita okkur að þessum leik.“ „Ég er ekki að fara tala um einstaklinga. Allt sem við tölum um er á milli okkar. Allir leikmennirnir geta treyst mér fyrir því,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira