„Grafalvarlegt“ fyrir Ólaf Inga - „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti?“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 17:00 Ólafur Ingi Skúlason hefur komið við sögu í þremur leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. VÍSIR/VILHELM „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni, í umræðum um rautt spjald Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur Ingi er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis en hefur átt við meiðsli að stríða og var því eingöngu í aðstoðarþjálfarahlutverkinu þegar Fylkir mætti KR á sunnudaginn. Eftir 3-0 tap Fylkis, þar sem Fylkismenn höfðu lítið mótmælt í leiknum sjálfum þrátt fyrir að tvö marka KR hefðu sennilega ekki átt að fá að standa, fékk Ólafur Ingi rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Strákarnir kíktu á mörk @KRreykjavik gegn @FylkirFC í þætti gærkvöldsins. Áttu mörkin að standa?#PepsiMaxDeildin #Stúkan #BestaSætið #Fotbolti pic.twitter.com/KRV4hMzzp6— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 21, 2020 „Hann fékk rautt spjald þarna eftir leikinn. Ég veit ekki alveg hversu lengi Ólafur Ingi er frá (vegna meiðslanna) en hann er á leið í tveggja leikja bann því hann fékk líka rautt spjald í fyrstu umferðinni, þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Hérna kemur hann ekki einu sinni inn á, jú hann labbaði inn á eftir leik, en af hverju? Ég hef margoft verið reiður eftir leik og talað við dómara, en hversu reiður getur maður orðið?“ spurði Gummi Ben, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar. „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu – geta ekki tekið þátt í undirbúningi. Þegar hann er í leikbanni sem þjálfari þá má hann ekki vera inni í klefa klukkutíma, eða einn og hálfan tíma, fyrir leik. Hann er að gera liðinu sínu mikinn óleik með því að fara í að minnsta kosti tveggja leikja bann,“ sagði Atli Viðar, og Tómas Ingi Tómasson tók undir með honum: „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti? Vegna þess að það voru tvö mörk þarna sem áttu ekki að standa? Því verður pottþétt ekki breytt. Óli, með þessa reynslu, á heldur ekki að kenna svona frá sér. Alls ekki.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Rautt spjald Ólafs Inga Fylkir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30 Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
„Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni, í umræðum um rautt spjald Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur Ingi er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis en hefur átt við meiðsli að stríða og var því eingöngu í aðstoðarþjálfarahlutverkinu þegar Fylkir mætti KR á sunnudaginn. Eftir 3-0 tap Fylkis, þar sem Fylkismenn höfðu lítið mótmælt í leiknum sjálfum þrátt fyrir að tvö marka KR hefðu sennilega ekki átt að fá að standa, fékk Ólafur Ingi rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Strákarnir kíktu á mörk @KRreykjavik gegn @FylkirFC í þætti gærkvöldsins. Áttu mörkin að standa?#PepsiMaxDeildin #Stúkan #BestaSætið #Fotbolti pic.twitter.com/KRV4hMzzp6— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 21, 2020 „Hann fékk rautt spjald þarna eftir leikinn. Ég veit ekki alveg hversu lengi Ólafur Ingi er frá (vegna meiðslanna) en hann er á leið í tveggja leikja bann því hann fékk líka rautt spjald í fyrstu umferðinni, þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Hérna kemur hann ekki einu sinni inn á, jú hann labbaði inn á eftir leik, en af hverju? Ég hef margoft verið reiður eftir leik og talað við dómara, en hversu reiður getur maður orðið?“ spurði Gummi Ben, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar. „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu – geta ekki tekið þátt í undirbúningi. Þegar hann er í leikbanni sem þjálfari þá má hann ekki vera inni í klefa klukkutíma, eða einn og hálfan tíma, fyrir leik. Hann er að gera liðinu sínu mikinn óleik með því að fara í að minnsta kosti tveggja leikja bann,“ sagði Atli Viðar, og Tómas Ingi Tómasson tók undir með honum: „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti? Vegna þess að það voru tvö mörk þarna sem áttu ekki að standa? Því verður pottþétt ekki breytt. Óli, með þessa reynslu, á heldur ekki að kenna svona frá sér. Alls ekki.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Rautt spjald Ólafs Inga
Fylkir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30 Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30
Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26