Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 11:30 Thomas Mikkelsen lá eftir í teignum eftir baráttu við Sebastian Hedlund en ekkert var dæmt. MYND/STÖÐ 2 SPORT Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. „Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og ég hlakka til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann (Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins) sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, meðal annars í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Á 40. mínútu, í stöðunni 0-0, vildu Blikar fá víti tvisvar í sömu sókn, fyrst þegar þeir töldu brotið á Kwame Quee og svo þegar Thomas Mikkelsen fór niður í teignum eftir að hönd Sebastian Hedlund fór í hann. „Við erum búnir að skoða þetta í allan dag og vorum að velta fyrir okkur hvar höndin á Hedlund myndi lenda. Svo fengum við þetta sjónarhorn og þá sést bara að hann fékk boltann í andlitið, kastaði sér niður, en höndin á Hedlund – hann vissulega bætir krafti í þetta þegar hann hoppar upp – fer í síðuna á honum. Þetta er aldrei víti og Ívar Orri gerði hárrétt þarna,“ sagði Atli Viðar Björnsson um hugsanlegt brot á Mikkelsen. Gummi Ben viðurkenndi svo að hann hefði verið sannfærður um að Brynjólfur Andersen hefði átt að fá víti á 71. mínútu, eftir að hafa leikið listilega á Hedlund. Í ljós kom hins vegar að mistök Ívars Orra voru ekki þau að hafa sleppt því að dæma víti. „Eftir að hafa skoðað þetta feykilega vel er niðurstaðan að Sebastian Hedlund potar boltanum aftur fyrir,“ sagði Gummi, og þeir Atli Viðar og Tómas Ingi Tómasson tóku undir. „Hann [Hedlund] á síðustu snertinguna í boltann þannig að einu mistök Ívars Orra eru að gefa ekki horn,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Vítaákvarðanir í leik Breiðabliks og Vals Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. „Eftir tuttugu mínútur fannst mér aðeins eitt lið vera á vellinum og ég hlakka til að skoða mögulega tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik sem hann (Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins) sleppti og þessa skrítnu dómgæslu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, meðal annars í viðtali á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Á 40. mínútu, í stöðunni 0-0, vildu Blikar fá víti tvisvar í sömu sókn, fyrst þegar þeir töldu brotið á Kwame Quee og svo þegar Thomas Mikkelsen fór niður í teignum eftir að hönd Sebastian Hedlund fór í hann. „Við erum búnir að skoða þetta í allan dag og vorum að velta fyrir okkur hvar höndin á Hedlund myndi lenda. Svo fengum við þetta sjónarhorn og þá sést bara að hann fékk boltann í andlitið, kastaði sér niður, en höndin á Hedlund – hann vissulega bætir krafti í þetta þegar hann hoppar upp – fer í síðuna á honum. Þetta er aldrei víti og Ívar Orri gerði hárrétt þarna,“ sagði Atli Viðar Björnsson um hugsanlegt brot á Mikkelsen. Gummi Ben viðurkenndi svo að hann hefði verið sannfærður um að Brynjólfur Andersen hefði átt að fá víti á 71. mínútu, eftir að hafa leikið listilega á Hedlund. Í ljós kom hins vegar að mistök Ívars Orra voru ekki þau að hafa sleppt því að dæma víti. „Eftir að hafa skoðað þetta feykilega vel er niðurstaðan að Sebastian Hedlund potar boltanum aftur fyrir,“ sagði Gummi, og þeir Atli Viðar og Tómas Ingi Tómasson tóku undir. „Hann [Hedlund] á síðustu snertinguna í boltann þannig að einu mistök Ívars Orra eru að gefa ekki horn,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Vítaákvarðanir í leik Breiðabliks og Vals
Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00
Heimir Guðjónsson: Fannst þetta ekki vera rán Heimir Guðjónsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á Kópavogsvelli í gærkvöld en hann væri þó til í að ná í fleiri stig á heimavelli. 20. júlí 2020 08:30
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15