Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 12:30 Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki í sumar. vísir/bára Brynjólfur Andersen Willumsson var umtalaðasti leikmaður síðustu umferðar Pepsi Max-deildar karla. Hann kom mikið við sögu þegar Breiðablik tapaði 1-2 fyrir Val á sunnudaginn. Eftir leikinn sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að Brynjólfur fengi ósanngjarna meðferð frá dómurum landsins og hann væri besti leikmaður deildarinnar. Brynjólfur fékk gult spjald á 32. mínútu og braut svo tvisvar af sér eftir það. Hann fékk einnig nokkuð harkalega meðferð frá leikmönnum Vals sem brutu ítrekað á honum. Brynjólfur gerði tilkall til vítaspyrnu í seinni hálfleik en Ívar Orri Kristjánsson dæmdi ekki neitt. „Það er mikið farið í hann en hann spilar líka þannig, hann er mikið að stíga menn út og sækja sér snertingar,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Pepsi Max stúkunni í gær. „Ég skil pirringinn í Óskari að hann [Brynjólfur] fái ekki nógu mikið. Brynjólfur var frábær í leiknum og Óskar á alveg rétt á að hafa þá skoðun að hann hafi verið besti maður vallarins. En hann var líka stálheppinn að endast allan tímann.“ Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans sögðu að Brynjólfur hefði sloppið vel að fá ekki sitt annað gula spjald þegar hann braut á Rasmus Christiansen í seinni hálfleik. Brynjólfur braut svo á Birki Má Sævarssyni á 80. mínútu. Upp úr aukaspyrnunni skoraði Einar Karl Ingvarsson sigurmark Vals. Gumma og félögum fannst sú aukaspyrna ódýr. „Ég er ekki ennþá sannfærður hvort þetta sé brot þrátt fyrir að hafa séð þetta mjög oft. En það er alla jafna dæmt á þetta,“ sagði Gummi. Skrítin skilaboð frá Óskari Atla Viðari fannst skrítið að Óskar Hrafn skyldi tala um Brynjólf sem besta leikmann deildarinnar og setja þannig mikla pressu á hann. „Mér finnst þetta skrítin skilaboð frá Óskari að henda því fram að hann sé með besta leikmann deildarinnar í ungum og efnilegum leikmanni. Ég held við getum alveg efast um þá fullyrðingu, að besti leikmaður deildarinnar sé ekki búinn að skora miðað við hvað hann spilar framarlega. Hann hefur lagt upp eitt mark og fiskað eitt víti og átt þátt í tveimur mörkum sem er alltof lítið fyrir svona góðan leikmann og besta leikmann deildarinnar að mati Óskars,“ sagði Atli Viðar. Sérfræðingarnir voru þó sammála um að hæfileikar Brynjólfs séu óumdeildir og hans bíði björt framtíð í fótboltanum. „Ég held að það þurfi ekkert að hrekja Brynjólf neitt út. Hann fer út ef allt er eðlilegt og verður atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Gummi. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Brynjólf Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Blikar með fimm stigum minna en á sama tíma í fyrra Eftir sjö umferðir er Breiðablik með fimm stigum minna í Pepsi Max-deild karla en á sama tíma í fyrra. 20. júlí 2020 17:00 Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Brynjólfur Andersen Willumsson var umtalaðasti leikmaður síðustu umferðar Pepsi Max-deildar karla. Hann kom mikið við sögu þegar Breiðablik tapaði 1-2 fyrir Val á sunnudaginn. Eftir leikinn sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að Brynjólfur fengi ósanngjarna meðferð frá dómurum landsins og hann væri besti leikmaður deildarinnar. Brynjólfur fékk gult spjald á 32. mínútu og braut svo tvisvar af sér eftir það. Hann fékk einnig nokkuð harkalega meðferð frá leikmönnum Vals sem brutu ítrekað á honum. Brynjólfur gerði tilkall til vítaspyrnu í seinni hálfleik en Ívar Orri Kristjánsson dæmdi ekki neitt. „Það er mikið farið í hann en hann spilar líka þannig, hann er mikið að stíga menn út og sækja sér snertingar,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Pepsi Max stúkunni í gær. „Ég skil pirringinn í Óskari að hann [Brynjólfur] fái ekki nógu mikið. Brynjólfur var frábær í leiknum og Óskar á alveg rétt á að hafa þá skoðun að hann hafi verið besti maður vallarins. En hann var líka stálheppinn að endast allan tímann.“ Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans sögðu að Brynjólfur hefði sloppið vel að fá ekki sitt annað gula spjald þegar hann braut á Rasmus Christiansen í seinni hálfleik. Brynjólfur braut svo á Birki Má Sævarssyni á 80. mínútu. Upp úr aukaspyrnunni skoraði Einar Karl Ingvarsson sigurmark Vals. Gumma og félögum fannst sú aukaspyrna ódýr. „Ég er ekki ennþá sannfærður hvort þetta sé brot þrátt fyrir að hafa séð þetta mjög oft. En það er alla jafna dæmt á þetta,“ sagði Gummi. Skrítin skilaboð frá Óskari Atla Viðari fannst skrítið að Óskar Hrafn skyldi tala um Brynjólf sem besta leikmann deildarinnar og setja þannig mikla pressu á hann. „Mér finnst þetta skrítin skilaboð frá Óskari að henda því fram að hann sé með besta leikmann deildarinnar í ungum og efnilegum leikmanni. Ég held við getum alveg efast um þá fullyrðingu, að besti leikmaður deildarinnar sé ekki búinn að skora miðað við hvað hann spilar framarlega. Hann hefur lagt upp eitt mark og fiskað eitt víti og átt þátt í tveimur mörkum sem er alltof lítið fyrir svona góðan leikmann og besta leikmann deildarinnar að mati Óskars,“ sagði Atli Viðar. Sérfræðingarnir voru þó sammála um að hæfileikar Brynjólfs séu óumdeildir og hans bíði björt framtíð í fótboltanum. „Ég held að það þurfi ekkert að hrekja Brynjólf neitt út. Hann fer út ef allt er eðlilegt og verður atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Gummi. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Brynjólf
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Blikar með fimm stigum minna en á sama tíma í fyrra Eftir sjö umferðir er Breiðablik með fimm stigum minna í Pepsi Max-deild karla en á sama tíma í fyrra. 20. júlí 2020 17:00 Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30
Blikar með fimm stigum minna en á sama tíma í fyrra Eftir sjö umferðir er Breiðablik með fimm stigum minna í Pepsi Max-deild karla en á sama tíma í fyrra. 20. júlí 2020 17:00
Sjáðu magnaða aukaspyrnu Einars, markasúpuna úr Víkinni og mörkin sem skutu KR á toppinn Mörkunum hélt áfram að rigna í Pepsi Max-deild karla í gær en þrír leikir fóru fram í deildinni í gær. Alls voru fjórtán mörk skoruð í leikjunum þremur. 20. júlí 2020 13:00
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-2 | Varamaðurinn Einar Karl tryggði Val stigin þrjú Varamaðurinn Einar Karl Ingvarsson tryggði Val 2-1 sigur á Breiðablik í kvöld. Markið kom beint úr aukaspyrnu undir lok leiks. 19. júlí 2020 22:15