Enski boltinn

Hjart­næm kveðja stuðnings­manns Leeds til Bielsa: „Við elskum þig“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bielsa hefur gert frábæra hluti hjá Leeds.
Bielsa hefur gert frábæra hluti hjá Leeds. vísir/getty

Leeds komst upp í ensku úrvalsdeildina í gær eftir sextán ára bið. Tap WBA gegn Huddersfield þýddi að Leeds komst upp í gærkvöldi án þess að spila.

BBC birti hjartnæmt myndband í gærkvöldi þar sem stuðningsmaðurinn Nikolaj Coster-Waldan sendi skilaboð til stjórans Marcelo Bielsa. Stjórinn hefur komið inn eins og stormsveipur og gert frábæra hluti hjá félaginu.

„Ég er viss um að þú ert mjög upptekinn núna,“ byrjaði upptakan á „símtalinu“ frá stuðningsmanninum til Bielsa áður en hann fór yfir daganna sem liðu er Leeds spilaði í ensku B-deildinni.

„Þú komst okkur upp! Þú skrifaðir söguna. Þú ert ótrúlegur. Nafnið þitt. Stíllinn þinn. Marcelo, þetta hefur verið svo löng bið.“

„Þegar við féllum þá var dóttir mín þriggja ára. Sjáðu hana núna. Hún er með bílpróf, hún getur kosið og getur meira að segja unnið. Við erum öll svo mikið eldri núna.“

„Marcelo, ég vil að þú heyrir þessi skilaboð. Við elskum þig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×