David James aðstoðaði Hermann í Vogunum Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júlí 2020 12:00 James og Hermann á bekknum í gær. vísir/gunnar örn Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu leikskýrsluna í leik Þróttar Vogum og Selfoss í 2. deild karla í gærkvöldi. Hermann Hreiðarsson tók við liði Þróttar á dögunum og þetta var hans annar leikur en hann hafði heldur betur reynsluna með sér á bekknum. Á bekknum var enginn annar en David James, fyrrum enskur landsliðsmarkvörður og góðvinur Hermanns, en þeir spiluðu saman hjá Portsmouth og þjálfuðu síðar meir saman hjá ÍBV og Kerala Blaster. „James kom til landsins í vikunni og er í heimsókn en hann fer af landi brott á næstu dögum,“ sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi aðspurður út í veru James á bekknum. „Það var algjört krydd í tilveruna að rekast á James á svæðinu en við vissum ekkert. Eina sem Hemmi bað um var auka úlpa og svo fréttum við eftir leikinn að hann væri búinn að vera hjálpa liðinu í vikunni. Þetta er bara skemmtilegt og svona viljum við hafa þetta.“ Þróttur vann leikinn 1-0 með marki Andra Jónassonar en tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum; eitt á hvort lið. Vogamenn hafa klifrað upp töfluna en þeir hafa unnið síðustu þrjá leiki. Meðfylgjandi má sjá myndir ljósmyndarans Gunnars Arnar. James hress og kátur í gær.vísir/gunnar örn Íslenski boltinn Vogar Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu leikskýrsluna í leik Þróttar Vogum og Selfoss í 2. deild karla í gærkvöldi. Hermann Hreiðarsson tók við liði Þróttar á dögunum og þetta var hans annar leikur en hann hafði heldur betur reynsluna með sér á bekknum. Á bekknum var enginn annar en David James, fyrrum enskur landsliðsmarkvörður og góðvinur Hermanns, en þeir spiluðu saman hjá Portsmouth og þjálfuðu síðar meir saman hjá ÍBV og Kerala Blaster. „James kom til landsins í vikunni og er í heimsókn en hann fer af landi brott á næstu dögum,“ sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi aðspurður út í veru James á bekknum. „Það var algjört krydd í tilveruna að rekast á James á svæðinu en við vissum ekkert. Eina sem Hemmi bað um var auka úlpa og svo fréttum við eftir leikinn að hann væri búinn að vera hjálpa liðinu í vikunni. Þetta er bara skemmtilegt og svona viljum við hafa þetta.“ Þróttur vann leikinn 1-0 með marki Andra Jónassonar en tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum; eitt á hvort lið. Vogamenn hafa klifrað upp töfluna en þeir hafa unnið síðustu þrjá leiki. Meðfylgjandi má sjá myndir ljósmyndarans Gunnars Arnar. James hress og kátur í gær.vísir/gunnar örn
Íslenski boltinn Vogar Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira