David James aðstoðaði Hermann í Vogunum Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júlí 2020 12:00 James og Hermann á bekknum í gær. vísir/gunnar örn Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu leikskýrsluna í leik Þróttar Vogum og Selfoss í 2. deild karla í gærkvöldi. Hermann Hreiðarsson tók við liði Þróttar á dögunum og þetta var hans annar leikur en hann hafði heldur betur reynsluna með sér á bekknum. Á bekknum var enginn annar en David James, fyrrum enskur landsliðsmarkvörður og góðvinur Hermanns, en þeir spiluðu saman hjá Portsmouth og þjálfuðu síðar meir saman hjá ÍBV og Kerala Blaster. „James kom til landsins í vikunni og er í heimsókn en hann fer af landi brott á næstu dögum,“ sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi aðspurður út í veru James á bekknum. „Það var algjört krydd í tilveruna að rekast á James á svæðinu en við vissum ekkert. Eina sem Hemmi bað um var auka úlpa og svo fréttum við eftir leikinn að hann væri búinn að vera hjálpa liðinu í vikunni. Þetta er bara skemmtilegt og svona viljum við hafa þetta.“ Þróttur vann leikinn 1-0 með marki Andra Jónassonar en tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum; eitt á hvort lið. Vogamenn hafa klifrað upp töfluna en þeir hafa unnið síðustu þrjá leiki. Meðfylgjandi má sjá myndir ljósmyndarans Gunnars Arnar. James hress og kátur í gær.vísir/gunnar örn Íslenski boltinn Vogar Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar þeir lásu leikskýrsluna í leik Þróttar Vogum og Selfoss í 2. deild karla í gærkvöldi. Hermann Hreiðarsson tók við liði Þróttar á dögunum og þetta var hans annar leikur en hann hafði heldur betur reynsluna með sér á bekknum. Á bekknum var enginn annar en David James, fyrrum enskur landsliðsmarkvörður og góðvinur Hermanns, en þeir spiluðu saman hjá Portsmouth og þjálfuðu síðar meir saman hjá ÍBV og Kerala Blaster. „James kom til landsins í vikunni og er í heimsókn en hann fer af landi brott á næstu dögum,“ sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi aðspurður út í veru James á bekknum. „Það var algjört krydd í tilveruna að rekast á James á svæðinu en við vissum ekkert. Eina sem Hemmi bað um var auka úlpa og svo fréttum við eftir leikinn að hann væri búinn að vera hjálpa liðinu í vikunni. Þetta er bara skemmtilegt og svona viljum við hafa þetta.“ Þróttur vann leikinn 1-0 með marki Andra Jónassonar en tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum; eitt á hvort lið. Vogamenn hafa klifrað upp töfluna en þeir hafa unnið síðustu þrjá leiki. Meðfylgjandi má sjá myndir ljósmyndarans Gunnars Arnar. James hress og kátur í gær.vísir/gunnar örn
Íslenski boltinn Vogar Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira