Eiður segir margt hægt að bæta hjá FH: „Fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 19:00 Eiður Smári Guðjohnsen í Kaplakrika í dag. mynd/stöð 2 „Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti með FH í dag og hefur verið ráðinn þjálfari Esbjerg í Danmörku. Eiður, sem ekki hefur áður þjálfað félagslið en er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, og Logi voru fljótir að bregðast við þegar tilboðið úr Kaplakrika barst. „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi. En þegar ég horfi á aðstæður, félagið og leikmannahópinn þá er nokkuð ljóst að það er mikið inni og margt hægt að bæta. Vonandi, með reynslunni hans Loga, minni þekkingu og okkar blöndu, náum við að fá það besta út úr liðinu,“ segir Eiður í Sportpakkanum á Stöð 2 en viðtalið má sjá hér að neðan. Horft á deildina með öðrum augum Eiður hefur fylgst vel með Pepsi Max-deild karla undanfarið enda verið aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins frá því í janúar 2019. „Ég hef horft á deildina kannski með öðrum augum – að fylgjast með strákunum sem eru gjaldgengir í U21-liðið. Mér fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig, að fá reynslu af því að vera í daglegu hlutverki. U21-liðið felur bara í sér tarnir, sem koma upp 5-6 sinnum á ári. Hérna fæ ég að kynnast því að vera í daglegum undirbúningi fyrir æfingar og leiki. Ég er virkilega spenntur fyrir fyrsta leik,“ segir Eiður. Aðspurður hvers stuðningsmenn FH megi vænta, með Eið og Loga í brúnni, svarar Evrópumeistarinn fyrrverandi: „Við munum gefa allt sem við höfum og miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum. Skilaboðin verða skýr, og vonandi förum við að rjúka upp töfluna sem fyrst.“ Klippa: Sportpakkinn - Eiður Smári um nýja starfið FH Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
„Þetta kom náttúrulega svolítið snöggt og óvænt upp á en ég er bara fullur tilhlökkunar,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen en þeir Logi Ólafsson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs FH í fótbolta og munu stýra því út tímabilið. Ólafur Kristjánsson hætti með FH í dag og hefur verið ráðinn þjálfari Esbjerg í Danmörku. Eiður, sem ekki hefur áður þjálfað félagslið en er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins, og Logi voru fljótir að bregðast við þegar tilboðið úr Kaplakrika barst. „Ég hafði nú ekki endilega séð þetta gerast í náinni framtíð, að ég myndi fara að þjálfa á Íslandi. En þegar ég horfi á aðstæður, félagið og leikmannahópinn þá er nokkuð ljóst að það er mikið inni og margt hægt að bæta. Vonandi, með reynslunni hans Loga, minni þekkingu og okkar blöndu, náum við að fá það besta út úr liðinu,“ segir Eiður í Sportpakkanum á Stöð 2 en viðtalið má sjá hér að neðan. Horft á deildina með öðrum augum Eiður hefur fylgst vel með Pepsi Max-deild karla undanfarið enda verið aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins frá því í janúar 2019. „Ég hef horft á deildina kannski með öðrum augum – að fylgjast með strákunum sem eru gjaldgengir í U21-liðið. Mér fannst þetta kjörið tækifæri fyrir mig, að fá reynslu af því að vera í daglegu hlutverki. U21-liðið felur bara í sér tarnir, sem koma upp 5-6 sinnum á ári. Hérna fæ ég að kynnast því að vera í daglegum undirbúningi fyrir æfingar og leiki. Ég er virkilega spenntur fyrir fyrsta leik,“ segir Eiður. Aðspurður hvers stuðningsmenn FH megi vænta, með Eið og Loga í brúnni, svarar Evrópumeistarinn fyrrverandi: „Við munum gefa allt sem við höfum og miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum. Skilaboðin verða skýr, og vonandi förum við að rjúka upp töfluna sem fyrst.“ Klippa: Sportpakkinn - Eiður Smári um nýja starfið
FH Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Logi og Eiður Smári taka við FH Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru teknir við FH í Pepsi Max-deild karla. 16. júlí 2020 16:32