Enski boltinn

Búið að ákveða hvenær félagsskiptaglugginn lokar

Ísak Hallmundarson skrifar
Harry Kane, Ben Chilwell og Jadon Sancho. Spurning hvort þeir skipti um lið fyrir næsta tímabil.
Harry Kane, Ben Chilwell og Jadon Sancho. Spurning hvort þeir skipti um lið fyrir næsta tímabil. getty/Richard Calver

Enska úrvalsdeildin hefur staðfest hvenær lokadagur félagsskiptagluggans verður. Ákvörðuð dagsetning er 5. október næstkomandi.

Félagsskiptaglugginn opnar degi eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur, þann 27. júlí, og hafa liðin í deildinni því 10 vikur til að ganga frá sínum félagsskiptum.

Þá er sú breyting höfð á að glugginn lokar ekki fyrir næsta tímabil líkt og síðustu tvö ár, en næsta tímabil hefst líklegast þann 12. september, viku eftir landsleikjahlé.

Félögin þurfa að skila inn leikmannahópi fyrir Evrópukeppnirnar fyrir 6. október og mun því glugginn loka þann 5. október í flestum stærri deildum Evrópu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.