Innlent

Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Lægðin sem nálgast frá Grænlandi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist hún norðaustur yfir landið á morgun og hinn. Þá má búast við vaxandi rigningu um allt land að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Lægðin sem nálgast frá Grænlandi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist hún norðaustur yfir landið á morgun og hinn. Þá má búast við vaxandi rigningu um allt land að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi.

Lægðin sem nálgast frá Grænlandi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist hún norðaustur yfir landið á morgun og hinn. Þá má búast við vaxandi rigningu um allt land að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið gjarnir á að elta góða veðrið á ferðalögum um landið en það þykir heldur erfitt um helgina.

„Það er kannski ekki skemmtilegt veður til útivistar neins staðar á landinu um helgina. Á laugardag og sunnudag verður skásta veðrið á Suðurlandi. Þar ætti að hanga þurrt en strekkingsvindur eða jafnvel allhvass,“ sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hvasst verður á miðhálendinu í kvöld og er gul viðvörun í gildi þar. Búist er við 13 til 18 metrum á sekúndu en vindstyrkur getur náð allt að 25 metrum á sekúndu í hviðum og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á svæðinu.

„Á föstudag er komin allhvöss norðanátt og bara slæmt til útivistar myndi ég segja.“ sagði Haraldur.

Ferðalangar og útivistarfólk er því hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Grjóthrun og skriður geta orðið í fjalllendi þegar rignir og má reikna með vatnavöxtum í ám.

„Í kvöld er ekki gott að vera í tjaldi á hálendinu. Það er spáð það miklum vindi á sunnan og vestan til á hálendinu að það er varasamt.“ sagði Haraldur.


Tengdar fréttir

Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga

Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist norðaustur yfir landið á morgun og hinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.