Lægðin stjórnar veðrinu næstu daga Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2020 07:17 Það má búast við rigningu næstu daga. Vísir/Vilhelm Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist hún norðaustur yfir landið á morgun og hinn. Virðist hún ætla að verða óvenjudjúp miðað við árstíma, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Því má búast við vaxandi vindi með rigningu í dag og hvessir undir Eyjafjöllum síðdegis. Þá verður einnig hvasst á miðhálendinu í kvöld og tekur gul viðvörun gildi um kvöldmatarleytið þar. Búist er við 13 til 18 metrum á sekúndu en vindstyrkur getur náð allt að 25 metrum á sekúndu í hviðum og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á svæðinu. Ferðalangar og útivistarfólk er því hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Grjóthrun og skriður geta orðið í fjalllendi þegar rignir og má reikna með vatnavöxtum í ám. Á morgun snýst í norðanátt og bætir í rigningu á Vestfjörðum. Það kólnar í veðri á öllu á landinu og er spáð ákveðinni norðanátt á norðanverðu landinu um helgina. Veðrið verður þó þurrara og hlýrra fyrir sunnan og má reikna með að norðanskotið gangi niður á mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag:Gengur í suðvestan 13-18 m/s við SA-ströndina en norðaustan 13-20 NV-til. Annars hægari og rigning í öllum landshlutum. Hiti víða 7 til 17 stig, hlýjast og úrkomuminnst á NA-landi. Á föstudag:Allhvöss eða hvöss norðanátt, rigning og svalt veður á V-verðu landinu, en mun hægara, hlýrra og úrkomuminna eystra. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með kalsarigningu á N-verðu landinu, en bjartviðri og mildara veðri sunnan heiða. Á mánudag:Lægir líklega og léttir til víða um land og hlýnar heldur, en áfram lítilsháttar væta og fremur svalt NA-til. Á þriðjudag:Lítur út fyrir hægar suðlægar áttir, lítilsháttar vætu hér og þar og hlýnandi veður norðan heiða. Veður Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Lægðin sem nálgast frá Grænlandshafi mun stjórna veðrinu næstu daga og hreyfist hún norðaustur yfir landið á morgun og hinn. Virðist hún ætla að verða óvenjudjúp miðað við árstíma, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Því má búast við vaxandi vindi með rigningu í dag og hvessir undir Eyjafjöllum síðdegis. Þá verður einnig hvasst á miðhálendinu í kvöld og tekur gul viðvörun gildi um kvöldmatarleytið þar. Búist er við 13 til 18 metrum á sekúndu en vindstyrkur getur náð allt að 25 metrum á sekúndu í hviðum og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á svæðinu. Ferðalangar og útivistarfólk er því hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Grjóthrun og skriður geta orðið í fjalllendi þegar rignir og má reikna með vatnavöxtum í ám. Á morgun snýst í norðanátt og bætir í rigningu á Vestfjörðum. Það kólnar í veðri á öllu á landinu og er spáð ákveðinni norðanátt á norðanverðu landinu um helgina. Veðrið verður þó þurrara og hlýrra fyrir sunnan og má reikna með að norðanskotið gangi niður á mánudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag:Gengur í suðvestan 13-18 m/s við SA-ströndina en norðaustan 13-20 NV-til. Annars hægari og rigning í öllum landshlutum. Hiti víða 7 til 17 stig, hlýjast og úrkomuminnst á NA-landi. Á föstudag:Allhvöss eða hvöss norðanátt, rigning og svalt veður á V-verðu landinu, en mun hægara, hlýrra og úrkomuminna eystra. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með kalsarigningu á N-verðu landinu, en bjartviðri og mildara veðri sunnan heiða. Á mánudag:Lægir líklega og léttir til víða um land og hlýnar heldur, en áfram lítilsháttar væta og fremur svalt NA-til. Á þriðjudag:Lítur út fyrir hægar suðlægar áttir, lítilsháttar vætu hér og þar og hlýnandi veður norðan heiða.
Veður Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira